Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 44
42
Htin
iðnaðinum, eruð rjettir brautryðjendur þessarar menn-
ingar.
Kennið fólkinu að þvo sjer vel, og að þvo nllina vel.
Álafossi, 25. ágúst 1927.
Virðingarfylst.
Signrjón Pjetursson.
F r á f o r s t j ó r a »F r a m t í ð a r«, R v í k.
Sem svar við heiðruðum tilmsplum frá nefnd þeirri, er
2. landsfundur kvenna kaus til eflingar heimilisiðnaði,
skal jeg leyfa rhjer að géfa eftirfarandi upplýsingar:
1) Jeg hef ekki orðið var við neinar umkvartanir um
kembingu og idpun úr verksmiðju minni, hvorki viðvíkj-
andi mislitum nje misjöfnum lopa, og mun það sumpart
stafa af því, að vjelar minar eru útbúnar með sjerstöku
tiiliti til kembingar fyrir heimilisiðnað, sem yrði of langt
mál að lýsa hjer, en sumpart af því, að jeg legg afar
mikla áherslu á að vanda vinnuna í verksmiðju minni,
enda var það markmið mitt, er jeg stofnaði verksmiðjuna,
að bæ'ta kembinguna fyrir heimilisiðnaðinn eftir fremsta
megni.
2) Að sjálfsögðu teldi jeg heppilegra, að ullareigendur
sameinuðu sig meira um sendingar á ull til verksmiðj-
anna, en nú á sjer stað, svo að þær fengju ekki smærri
sendingar en t. d. 30—40 kg., er þyrfti að kemba út af
fyrir sig. Þó legg jeg ekki, fyrir mitt leyti, sjerlega mikla
áherslu á það atriði.
3) Jeg tel ullarsendendum nauðsynlegt að gæta þqss
vandlega, að sú ull, sem á að samkemba og blönduð er
með sterkum litum, sje ekki þófin, og þykir mjer senni-
legt, að aðalorsökin liggi í því, ef unt óánægju er að
ræða út af mislitum lopa. .— Heppilegast væri að lopi,
sem á að spinna í handspunavjel, sje sendur í kössum, og