Hlín - 01.01.1928, Side 45
Hlln
43
ætti því að senda ullina í kössum til verksmiðjunnar, þar
sem því verður við komið.
4) Ef um stórar sendingar er að ræða, tel jeg sann-
gjarnt að vinnulaun á þeim sjeu eitthvað lægri, enda þótt
jeg álíti hitt meira virði, að vinnan sje svo vel af hendi
leyst, að hún komi ullareigendum að fullum notum.
Reykjavík, 21. mars 1928.
Virðingarfylst.
Bogi J. Þóröarson.
Frá forstjóra kembistæðanna á Húsavík höfum vjer' ekkert
svar fengið.
Togtóskapur.
Það er mörgum illa við togið, eða virða það a. m. k.
lítils. Það er rifið af ullinni í mesfa fússi, þegar hún á að
fara í verksmiðjurnar til kembingar eöa jafnvel klipt af!
Toginu er laumað saman við kaupstaðarullina, til þessað
losna við það. — Stundum er ullin tætt upp með öllu
saman til stór skaða fyrir báða parta.
Það er illa og óviturlega með togið farið, því líklega
er það, þegar öllu er ábotninn hvolft, verðmætasti hluti
ullarinnar, og við ættum að hafa vit á að meta það eins
og það á skilið, íslendingar, og hefja það aftur til vegs og
virðingar. — Forfeður okkar kunnu að meta togið. Þeir
notuðu það í mesta skrautvefnað sinn: Flosiö, sem liaft /
var á sessur, hempuborða o. fl. (íslenska togflosið verð-
ur aðdáun allra með silkigljáa sínum og haldgæöum).
Þeir notuöu það í uppistöðu í glitofnu áklæðin, skraut-
Iegu, sem hver kona hafði yfir söðlinum sínum, í brekán-
in, sem notuð voru í stað yfirsænga, í vaðmáls- og
prjónaábreiðurnar yfir rúmin. Hnappagötin voru saumuð
með togþræði og fötin stungin í kring með honum, ullar-
fötin bætt, skórnir verptir og bættir, skinnfötin saumuð.
— Millipilsdúkarnir skrautlegu, »friöarbogapilsin«, sem