Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 46
44
Hlin
sumir kölluðu, voru unnin úr togi, skúfarnir við skotthúf-
una jafnvel líka, fótofnu sokkaböndin og spjaldofnu
styttuböndin. Skrautleggingarnar á kvenbúningana voru
kniplaðar úr togþræði. — Þá þóttu togsokkarnir ágætir
í mýrarnar og flóana, og togpilsin Ijett og góð engjapils
og fljót að þorna. Snjó- og reiðsokkar voru gerðir úr togi,
netaþráður spunninn, reiðbeislistauniar ofnir, kornmatar-
pokar, ullar-oggrasapokar sömuleiðis, og þannig mætti
lengi telja.
Við þurfum að taka trygð við togið aö nýju, og nota
þaö á ýmsan hátt eftir ástæðum okkar nú.
Fallegast er togið að sjálfsögðu »dregíð«: kembt í tog-
kömbum, og þannig verður að tæta það sem sjerstak-
lega á að vanda: t. d. í flos, sjöl, klúta, bönd o. s. frv.
En í alla gólfdúka, brekán, ábreiður og húsgagnafóður
má tæta það á venjuleg’an hátt (verksmiðjurnar vinna það
sem aðra ull). Togið getur efalaust að mjög miklu leyti
komið okkur í stað hörsins, eöa língarnsins, sem aðrar
þjóðir nota svo mikið í ýmsa dúka og þykir hið mesta
gersemi, stei’kt og fallegt. Togið stendur hörnum fylli-
lega á sporði að haldgæðum og fegurð.
Til allrar teppagerðar er togið fyrirtak, mikið betra en
þel, sem dregur að sjer ryk og vill oft hnökra, þótt vel
sje vandað, togið hrindir frá sjer, er snögt og ákaflega
sterkt. í húsgagnafóður á togiö sjerstaklega vel við af
þessum ástæðum, og er sjálfsagt í alla gólfdúka. í rúm-
og bekkábreiður er það líka á'gætt, a. m. k. í uppistöður.
Utanum »madressur« í rúm cr togdúkur ágætur, svo að
segja óslítandi. Jeg hcf reynslu fyrir mjer í því efni, hef
sofið á dýnu með togveri i 30 ár, og það sjer ckki á henni.
Ætli það sje ekki munur eða handónýtur, útlendur strigi.
— Heimavistarskólar, sem ríkið kostar, ættu a. m. k. að
athuga þetta. Þeir leggja nemendum til rúm með dýnum,
altaf þarf að vera að endurbæta þær og altaf eru þær
rifnar.