Hlín - 01.01.1928, Side 47
45
HUn
Flestir, sem fara með vagnhesta, leggja eitthvað yfir
bakið á þeim undir aktýgin, en Ijótar eru strigadruslurn-
ar, sem breiddar eru yfir bakið á mörgum blessuðum
hestinum. bað er eigandanum hreint og beint til skammar,
hesturinn á betra skilið. Jeg efast ekki um, að það sje líka
ónotalegt fyrir hestinn, þegar það blotnar, og lítið skjól
í því, ólíkt fallegra og hollara að nota til þess arna gisin
togdúk. —
Það er vonandi, að þess verði ekki langt að bíða, að
togið komist aftur til vegs og virðingar með þjóð vorri,
það á það fyllilega skilið. Námsskeiðin, einkum heimilis-
iðnaðar,- kvenfjelaga- og kvennaskóla, eiga að ganga á
undan með góðu eftirdæmi í þessu efni, sýna almenningi,
hve margt fallegt og haldgott má gera úr toginu.
Að sjáifsögðu verður að gæta þess með dúka úr togi,
sem ekki eru þvegnir, áður en þeir eru notaðir, að efnid
sje mjög vel hreint, svo enginn vottur af ólykt sje af dúkn-
uin, en þetta er ekki neitt sjerstakt fyrir togdúka, þessa
þarf að gæta með alla ullardúka og prjónles, að þvo það
sem best, eða efnið í það, og gæta varúðar um alla með-
ferð á því, svo það verði útgengileg vara og álitleg.
Geyma það á þurrum stað, þar sem varan ekki dregur í
sig ólykt o. s. frv. Togtóskapur (dregið tog) er þó nokk-
uð tíðkaður iðnaður á Suðurlandi enn þann dag í dag,
nokkuð á Vesturlandi og e. t. v. víðar. Togkambar eru
víða til á bæjum á Suðurlandi.
Hjer er umsögn tveggja kvenna sem tæta vel tog:
Umsögn Vigdísar Guðmundsdóttur, Akrafelli á Akranesi:*
Togið verður að velja þannig að tekið sje það lengsta
og fínasta. Og þannig verður að taka ofanaf, að togið
verði sem best greitt súndur. (Þæfa það ekki saman í
* Togsjal, sem þessi kona vann í, en Jóhanna Jóhannesdóttir á
Svínavatni í Húnavatnssýslu prjónaði, þótti hin mesta ger-