Hlín - 01.01.1928, Side 48
46
Hlín
lófa sínum, safna því helst ekki í lófann, en láta það
strax falia ofan í lárinn). Svo verður að kemba það í tog-
kömbum en ekki í karkömbum. — Þegar búið er að
kemba, á að lyppa það fram úr kömbunum. Þegar farið
er aö spinna, verður að gæta þess að hafa jafnan snúð
undir og yfir. Snúður er orðinn of mikill, ef snurðar við
snælduna, þá tvinnað er.
Umsögn Rangvellings.
Best er línhært tog en ekki starhært, úr því er illmögu-
legt að spinna, a. m. k. má ekki rugla þessu saman. Það
má ekki ganga nærri undankembunni (sem verður efst í
kambinum), eða sarga upp í hana, þá geta komið þel-
hnökrar fram í togið. Ef hnökrar komu fram í lyppuna,
gripu gömlu konurnar þá oft með munninum um leið og
þær spunnu. — Undankemban var notuð í gegningavetl-
inga og illeppa. Skinnfataþráður var spunninn 6—8 þætt-
ur, linsnúinn. — Sá þráður, sem notaður var á hnappagöt
og í skúfa, átti að liggja lengi í hnyklinum, skúfaþráður-
inn í heilt ár. ó. Þ.
Það mun sannast, ef togvara er vel tilhöfð og smekk-
leg, þá vérður hún notuð, því efnið er sterkt og fallegt —
og það er / s l e n's k t, það ætti að vera aðalatriðið.
Halldóra Bjarnadóttir.
Hrosshársiðnaður.
Um hrosshárið er að mestu leyti hið sama að segja og
um togið. Það er vegið og ljettvægt fundið hjá okkur
íslendingum í seinni tíð. — Á mörgum bæjum er það illa
hirt og því enginn sómi sýndur að neinu leyti. — Það
semi og hlaut mikið lof á sýningum þeim, sem jeg hjelt víðs-
vegar á Norðurlöndum 1924, og í Færpyjum 1925. Því var
líkt við knipl. Entla er snildarverk bæði á tóskap og prjóni.