Hlín - 01.01.1928, Side 50
48
Hlln
dá svans!« sagði hann. Jú, því varð ekki neitað. — Ekki
meira um það. — Hrosshárið er að sjálfsögðu aðeins í
fyrirvafinu. Lítið varpað, svo uppistaðan hverfur.
Þá er skrepphárið, sem er allra efna best og sterkast í
húsgögn og dýnur. Ekki væri úr vegi að reyna að nota
það íslenska í stað þess að flytja alt þessháttar inn. —
Sjeð hef jeg belti og úrfestar stímað, krílað og brugðið
úr hrosshári, mjög smekklega og vel gert.
Talsvert fellur til af hrosshári, þar sení 52800 hcstar
eru í landi, ef öll kurl kæmu til grafar.
Látum oss nota þau efni, sem til eru í landinu, og reyna
að venja okkur af því að álíta alt best, sem er aðflutt.
Halldóra fíjarnadóttir.
Skrepphár (Krölhaar)
Skrepphár er hið haldbesta og dýrmætasta »stopp« í
húsgögn og rúmdýnur. — Alt er það flutt inn frá út-
löndum, en hægðarleikur væri að gera það hjer í landi. —
Skrepphárið er gert úr hrosshári. Það er vafið upp á
spýtur, sem eru á stærð við gilda pennastöng. Það þarf
að vefja spotta utanum spýturnar, svo hárið tolli á þeim.
Um leið má gera hanka til að hengja spýturnar upp á.
Spýturnar eru soðnar í sódavatni fyrst og síðan í hreinu
vatni og skolaðar vel. (Eða hrosshárið er soðið í sóda-
vatni, áður en það er vafið upp á spýturnar). — Þá eru
spýturnar hengdar til þerris. Þegar hárið er þurt, er það
skorið með beittum hníf eftir endilangri spýtunni. Hárið
er svo táið sundur, svo það verði ekki hnúskótt og þurkað
betur ef þörf gerist. — Jeg hef notað stólkamba til að
tæta sundur gamalt skrepphár, og má eflaust nota kamb-
ana líka við nýja hárið.
Menn hlífast við að nota skrepphár í »stopp«, það