Hlín - 01.01.1928, Side 52
50
tílín
sem smíðaðir voru eftir floslárnum á Þjóðmenjasafn-
inu. Togband var notað í flosið. Á námsskeiðum þess-
um voru 18 nemendur.
Á vefnaðarnámsskeiðinu, sem stóð yfir frá 5. jan. til
marsloka, voru 7 nemendur: úr Reykjavík, Hafnar-
firði, Akureyri, Stranda-, Dala-, Mýra- og Skaftafells-
sýslum. Þar voru ofnir um 200 metrar: 12 m. vaðmál,
alull, 24 m. kjólatau, alull, 15 m. húsgagnafóður úr ull,
10 m. gólfdúkaefni, alull, 15. m. gólfrenningar úr tusk-
um, 4 salonsofnar bekkábreiður, alull, 2 rúmábreiður
úr tvisti, tvenn dyratjöld, 30 handklæði og þurkur,
hálfhör, 10 borðdúkar, alhör, 9 tegundir af gluggatjöld-
um. Auk þess 4 veggtjöld og 4 sessuver með íslensku
gliti (ullaruppistaða), 8 krossofin sessuver, 6 stykki
með krókbragðsvefnaði, 1 lítill borðdúkur og 2 sessu-
ver með útlendum rósavefnaði. — Kennari á þessum
námsskeiðum var Brynhildur Ingvarsdóttir frá Ak-
ureyri.
Þá greiddi H. ísl. kostnaðinn (“kr. 300.00), sem af
því leiddi að taka vandað afrit (kopi) af uppdráttum
Sigurðar málara Guðmundssonar (shattering og bald-
ýring til hins íslenska þjóðbúnings). Frumteikningin,
sú eina sem til var, var eign Hólmfríðar Rósinkrans í
Reykjavík. Nú er uppdráttabók þessi, snildarvel dreg-
in af Sigríði E. Briem, geymd í þjóðmenjasafninu, að-
gengileg fyrir alla. Þetta var hið þarfasta verk, því
þessir uppdrættir eru stórmerkilegir og mega með
engu móti glatast.
Fjelagið styrkti með 150 kr. námsskeið fyrir 16 ung-
ar stúlkur, sem haldið var í Reykjavík veturinn 1928.
Var þar kent: Fatasaumur, fataviðgerðir, hekl, prjón
og hannyrðir. — Umferðarkensla í vefnaði í Mosfells-
sveit tvo undanfarna vetur var styrkt með 100 kr. —
Til uppdrátta að íslenskum húsgögnum voru veittar
100 kr.