Hlín - 01.01.1928, Síða 54
52
Hlín
Samband íslensUra heimilisiðnaðarfjelaga.
hefur úr sjóði sínum veitt 1000 kr. árið 1928 til að
gefa út íslenska uppdrætti. (Sjerstök nefnd annast út-
gáfuna). Það eru þegar komin út 10 blöð: »Vefnaðar
og útsaumsgerðir«, eru það vefnaðaruppdrættir úr
gömlum íslenskum áklæðum, flossessum, brekánum og
ábreiðum, ennfremur 2 vetlingaprjón. Alt þetta má að
sjálfsögðu líka sauma, bæði með glitsaum og kross-
saum. Uppdrættir þessir (10 blöð) eru í snyrtilegum
möppum og kostar mappan 1 krónu. Það er hið þarf-
asta verk að gefa út íslenska uppdrætti, fyrirmyndir
höfum við ekki átt, svo teljandi sje, nema útlendar, og
má ekki svo búið standa.
Jafnskjótt og uppdráttamöppur þessar seljast, verð-
ur útgáfunni haldið áfram og það þegar á þessu
hausti.*
Til aukinna handavinnumynda í »Hlín« 1928, veitir
útgáfunefndin 300 krónur (S. N. K. veitir aðrar 300
krónur).
Framtfðarhorfur.
Það er ánægjulegt að geta látið þess getið hjer, að
, nær því öll kvenfjelög landsins, og þau eru nú rúmlega
100, styðja heimilisiðnaðinn meira og minna í starfi,
og flestar deildir Ungmennafjelags íslands gera slíkt
* Möppur þessar er að fá hjá fjölritara Pjetri Guðmundssyni.
Laugavegi 6, Reykjavík, sem hefur útsendinguna á hendi,
Formaður H. ísl. og ritstjóri »Hlínar« taka líka á móti pönt-
unum. — Við treystum því, að h.iðn. vinir um land alt hjálpi
til að útbreiða uppdrætti þessa og sendi okkur líka uppdrætti
til birtingar. Vandinn er lítill að teikna þá á rúðóttan pappír,
það lærist fljótt af uppdráttunum í möppunum.