Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 56
54
Hlín
Fyrst og fremst er það enganveginn sjálfsagt, að
sveitafóllcið eitt framleiði söluiðnað, framleiðslan get-
ur engu síður verið bundin við bæina en sveitirnar,
þar er mannfjöldinn mestur og oft lítið að gera, og
þar er fjöldi fólks, sem kann vel til heimilisiðnaðar. —
í öðru lagi er það margreynt, bæði hjer á landi og ann-
arstaðar, að þegar greiðsla fæst út í hönd, leggja menn
áherslu á það í sveitunum líka að framleiða, ekki er þar
æfinlega svo mikið um peninga manna á milli, að það
komi sjer ekki vel að fá skilding fyrir heimavinnu. Og
jeg er svo bjartsýn að álíta, að framleiðsla og sala á
heimaiðnaði, þar sem hönd seldi hendi, hjeldi mörgum
kyrrum heima í átthögunum, sveitum eða smábæjum,
og margur yrði ánægðari með sitt hlutskifti heima en
nú á sjer stað.
Og' hvað því viðvíkur, að enginn vilji kaupa það sem
framleitt er af íslenskum heimilisiðnaði, þá er það al-
(jerlega óreynt, hvort bæjamenn t. d. vilja nota góða
íslenska vöru með sanngjörnu verði, blátt áfram af því,
að hún hefur til þessa alls ekki verið til. — Það sem út-
sölurnar hafa haft á boðstólum, t. d. af plöggum og
nærfötum, hefur oftast verið bæði ljótt, dýrt og lítið
úr að velja. Það er mesta furða, að útsölurnar skuli,
þrátt fyrir alt„ hafa selt fyrir 20—30 þús. krónur hvor
um sig árlega, þó ekkert hafi verið hægt að kaupa.
Það er enginn efi, að salan tífaldaðist, ef varan væri
fjölbreyttari og fallegri og ekki óhæfilega dýr. Það
mundi sannast, að íslensk vinna yrði þá notuð af háum
og lágum, því enn eru, sem betur fer, margir, sem virða
íslensk vinnubrögð og meta þau að verðleikum. —
Það er sjerstaklega mikils virði, að þeir sem geta veitt
sjer hvað sem þeir vilja til fata og híbýlabúnaðar, noti
íslenskan iðnað. — Það eru einmitt þeir, sem verða að
ganga á undan með góðu eftirdæmi, þá koma hinir
brátt á eftir.