Hlín - 01.01.1928, Síða 57
Hlín
55
En eins og áður er sagt: Án rekstursfjár er ómögu-
legt að stofna tii þessa fyrirtækis. Alþingi neitar, en
mundi vafalaust, eins og oft hefur sýnt sig áður, hlaupa
undir bagga, ef hægt vœri að byrja og ef árangur sæ-
ist af starfinu. Nú er það spurningin: Treysta fjelögin
sem að málinu standa, sjer tií að hrinda því áfram,
fara að líkt og samskonar fjelög hjá frændum okkar á
Norðurlöndum að safna rekstursfje með 50—100 kr.
hlutum, þar sem bæði fjelög og einstaklingar, sem hafa
trú á fyrirtækinu, eru hluthafar. — Jeg þori að segja
að íslendingar væru ekki tregari til að kaupa hluti í
þannig löguðu fyrirtæki en aðrar þjóðir, svo gott ítak
á heimilisiðnaðurinn í huga og hjarta íslendinga. —
Væri ekki reynandi að fara þessa leið? Hún hefur gef-
ist vel annarstaðar. — útsölumálið er að verða brenn-
andi nauðsynjamál og eina úrlausn þessa vandamáls.
Almenningur hehntar markað af okkur, sem hvetjum
það til aukinnar framleiðslu. Vjelar fjölga og fram-
leiðslan eykst, svo að útsalan er sjálfsögð.
útsölumálinu getum við ekki komið í trygga höfn,
nema með tilstyrk margra góðra fnánna, og vonandi
koma þeir fram, þegar á þarf að halda.
Aftur á móti má hrinda ýmsu öðru, af því sem mest
á liggur, í framkvæmd með þeim efnum sem fyrir
hendi eru.
Eitt af því, sem er einna mest aðkallandi, er
Útgáfa íslenslcrar vefnabarbókar.
Vefnaðarkensla sú, sem veitt hefur verið í skólum
og á námsskeiðum hjer á landi síðustu 10—20 árin,
hefur nær því eingöngu verið bygð á útlendum grund-
velli, því flestar hafa kenslukonurnar lært erleridis.
íslenskar vefnaðaraðferðir hafa, því miður, að mjög
litlu leyti komið til greina við þessa kenslu. — Það var
með naumindum, að íslenska glitið, ílosið og spjald-