Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 59
Hlín
57
það, að menn hafi gefist'upp og fengið ótrú á vjelun-
um vegna vankunnáttu um meðferð þeirra.
Þá er skinnaverkun sem heimilisiðnaður ekki lítið
atriði fyrir oss íslendinga, annað eins og til fellur af
þeirri vöru hjá okkur. í þúsundatali mundi mega
lieimaverka skinn til sölu, bæði innan lands og utan.
Það er enginn efi, að þeim manni, sem gæti leiðbeint
almenningi í því, sem nefnt er hjer að framan, yrði
vel tekið í sveitum landsins, bæði kven- og ungmenna-
fjelög myndu greiða götu hans, en hann þarf að vera
starfsmaður S. í. H. Sambandið véröur jafnan að hafa
einhverjum góðum manni á að skipa á hverjum vetri,
er veitt geti lcarbnönnunum íslensku holla verklega
lieimafræðslu.
Því þarf Sambandið svo fljótt sem þess er nokkur
kostur, að geta sent kennara út um landið, er veitti til-
sögn í smíði, sjerstaklega húsgagnasmíði. — Norðmenn
hafa námsskeið (7 mánaða), til og frá í sveitum lands-
ins, þar sem unglingsmönnum er kent að smíða áhöld,
verkfæri, amboð og húsgögn, gefst það mjög vel.
Við verðum að veita karlmönnum fræðslu í heimilis-
iðnaði. þeir eru að verða eftirbátar kvennanna í þeim
efnum, en sarrían þarf karl og kona að vinna að fegrun
heimilanna og að framleiðslu ýmiskonar heimavinnu.
Námsskeið fyrir handavinnukennara.
Áður en langt um líður, þarf S. í. H. að koma upp
námsskeiðum fyrir kennara í handavinnu, til skiftis í
hinum ýmsu greinum heimilisiðnaðarins. Það má ekki
svo til ganga lengur, að öll handavinnufræðsla kenn-
araefnanna sje sótt til útlanda. íslenslc þarf mentun
kennaranna að verða í þessum efnum sem öðrum, bygð
á þjóðlegum grundvelli, löguð eftir okkar ástæðum og
staðháttum.
Fram að þessu hefur íslenskur heimilisiðnaður, til