Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 60
58
Hlín
allrar hamingju, að mestu eða öllu leyti verið verk ís-
lenskrar alþýðu, laus við alla »skóla«, en nú þykir sá
ekki maður með mönnum, sem er óskólagenginn, því
þarf að hafa vakandi auga á því, að skólarnir rugli ekki
meðfæddan listasmekk íslenskrar alþýðu í heimilisiðn-
aði, eða geri hann fátæklegri og fábreyttari, heldur
skýri hann og þroski. Hinn sjerkennilegi íslenski svip-
ur á vinnubrögðum, sem útlendingar, er vit hafa á, dást
svo að, þarf að halda sjer.
Það er heilbrigt og gott, að alþýða manna tekur heim-
ilisiðnaðinn að sjer, gengst fyrir námsskeiðum og sýn-
ingum o. s. frv., en hinir leiðandi menn þurfa að styðja
og leiðbeina almenningi í þessum efnum, gera alt hvað
þeir geta til að sjá um, að menn eigi kost á góðum kenn-
urum, sem þekkja skil á íslenskum heimilisiðnaði, eigi
völ á fallegum og smekklegum fyrirmyndum, góðu efni
til heimilisiðnaðar hverju nafni sem nefnist: Til vefn-
aðar, til litunar, til smíða, til hannyrða o. s. frv.
H. B.
Jurtalitun.
El'tir Halldóru Bjarnadóttur.
Það er ekki langt síðan að íslensk alþýða kunni góð
skil á litun úr jurtum. Að líkindum hefur þessi litun-
araðferð verið tíðkuð hjer á landi frá landnámstíð. Það
er ekki ólíklegt að »brúngrösin«, sem minst er á í forn-
sögunum, hafi verið einhver litunargrös.
Það er áli't fróðra manna, sem hafa rannsakað þessi
efni grandgæfilega, að jurtalitir einir hafi verið not-
aðir á ull, hör og bómull um öll Norðurlönd alt fram á
19. öld. Til litunar var notað: Börkur, rætur, skófir,
mosi, blóm og blöð. — Það var ekki einungis, að hús-
freyjurnar lituðu úr þessum efnum heima fyrir —
margar urðu sannir snillingar í jurtalitun eins og gam-
all vefnaður, útsaumur og knipl ber vott um — heldur