Hlín - 01.01.1928, Side 61
Hlín
59
notuðu litararnir í borgum og bæjum líka jurtir til lit-
unar fram á 19. öld. — í norskum litunarbókum er
skýrt frá því, að skip hlaðin litunarmosa hafi siglt frá
Noregi til Hollands og fleiri landa. önnur skóf, Lecon-
aria tartaria, eða »Korkje«, sem er mjög algeng á
vesturströnd Noregs, fluttist frá Noregi til Frakk-
lands og Englands.
Þegar leið á öldina, fóru hinir kemisku litir að út-
rýma jurtalitunum hjá liturunum, en konurriar hjeldu
trygð við þá alt fram á vora daga og notuðu þá í vefn-
að, prjón og útsaum. — Það vekur jafnt aðdáun okkar
litasmekkur alþýðu, sem aldrei brást, er um litasam-
setningu og litatilhögun var að ræða, og fegurð og hald-
gæði litanna.
Á 19. öldinni skrifuðu tveir sænskir vísindamenn sitt
fræðiritið hvor, er hafði inni að halda ýmislegt um
jurtalitun sænskrar alþýðu (próf. Westring: Svenska
Lafvarnas farghistoria og próf. Retzius: Flora Öecco-
nomica).
Um 1880 fóru Norðmenn að vekja upp gömlu jurta-
litina og nota þá á hin dýrmætu, fögru veggmyndatjöld
sín. Um sama leyti fara tvær konur, Frida Hansen og
Kristiane Frisak um endilangan Noreg, með ríkisstyrk,
til að safna því, sem enn lifði á vörum alþýðunnar um
þessi efni, því lítið var til skrifað um þau áður. Varð
þeim furðu vel ágeng-t. Margt hefur síðan verið ritað
um jurtalitun í Noregi og hún nú kend í flestum
kvenna- og handavinnuskólum þar í landi. — Norð-
menn og Svíar geta ekki nógsamlega dásamað þessa
gömlu góðu liti, sem þola bæði þvott og sól öllum öðrum
litum fremur og eru þægilegir fyrir augað, mjúkir og
viðfeldnir. Þó þeir blikni dálítið með tímanum, þá
dofna þeir jafnt, svo litasamræmið raskast ekki, það
sýna gömlu áklæðin okkar t. d. (gamlir jurtalitir skýr-
ast mikið upp með grænsápuþvotti).