Hlín - 01.01.1928, Page 62
60
Tllín
fslensku konurnar hafa ekki verið eftirbátar ann-
ara kvenna á Norðurlöndum í heimalitun. Alt fram á
þennan dag hafa þær verið sjerlega vel að sjer í litun
og iðkað hana mikið. Sem betur fer er jurtaliturinn
ekki aldauða hjer á landi, margar konur kunna enn
vel til jurtalitunar, en hún ætti að verða algengari. —
Menn bera því við, að þeir þekki ekki aðferðirnar. En
farið í skóla til gamla fólksins, konur gþðar, þar fáið
þið greinagóðar upplýsingar um þessi efni. Litunarað-
ferðirnar sem notaðar voru hjer á landi ei'u einfaldar
og fábrotnar, fátt eitt eða ekkert af aðfengnum efnum
notað í litinn. — íslenskur vefnaður, útsaumur og
knipl sýnir að gömlu konunum hefur hepnast litunin
engu að síður.
Útlendar aðferðir, eða þær, sem eftir þeim eru sniðn-
ar, útheimta ýms aðfengin efni til litunarinnar. — Það
mælir margt með því að halda sjer við gömlu aðferð-
irnar, sem lifa í landinu. En það vill brenna við í
þessu sem öðru, að almenningur álítur það innlenda
lítilsvirði »finst alt best, sem fjærst er«.
Jeg vona að íslenskar konur haldi áfram að iðka
heimalitun eins og þær hafa altaf gert. — Jurtalitur
og indigólitur á sjerstaklega vel við sauðai’litina, sem
nú eru farnir að tíðkast svo mjög hjer á landi. ,— Allir
þessir litir eru hentugir í randir og t'eina í prjón og
vefnað, sömuleiðis til útsaums. — Margar konur vilja
álíta, að það sje ómögulegt að nota band til útsaums,
þar hljóti útlent ullargarn jafnan að sitja í fyrirrúmi,
einkum vegna litbrigðanna, en þetta er hinn mesti mis-
skilningur, það má fá fjölmörg blæbrigði af jurta- og
indigólit, ef menn leggja alúð við litunina. (Sem dæmi
má nefna band, sem Þórdís Stefánsdóttir, Akureyri,
hefur haft á sýningum bæði norðanlands og sunnan, og
mosalituðu blæbrigðin mörgu, sem Kristjana Pjeturs-
dóttir, forstöðukona á Blönduósi, hefur litað og látið