Hlín - 01.01.1928, Síða 64
62
Hlín
Öll þurkuð litunargrös þarf að leggja í bleyti, áður en
litað er úr þeim. Margir nota það vatn í litinn.
Það þykir sjerstaklega hentugt að nota gráa eða
mórauða ull til litunar.
Sumir þykjast fá fallegri blæ á litum með því að
blanda ofurlitlu af útlendum lit saman við jurtalöginn.
Það er betra að jurtálita band en ull, þó ullin hafi
þann kost, að hana má fá jafna í samkembunni, þó
hún sje dálítið blettótt, en hún vill þófna í litnum, og
þá er ilt að tæta hana á eftir. En á bandinu þarf að
hafa vel rúmt og hræra vel í, annars vill verða blettótt.
Reynslan kennir manni, hvað best er í þessu efni.
Aðferðirnar eru margar, og hver mælir með sinni
reynslu.
Einn mælir t. d. með því að sjóða jurtirnar lengi
áður í gisnum poka, síja þær svo frá, og nota einungis
löginn til að lita úr, aðrir sjóða alt saman, og það er
gamla íslenska aðferðin.
Sumir láta litarefnið liggja niðri í þangað til það er
orðið kalt, aðrir skola það strax.
Ef vel væri ætti jafnan að vera fáanlegt nokkuð af
jurtalituðu bandi t. d. hjá Heimilisiðnaðarfjelagi fs-
lands, því ekki hafa allir ástæður til að lita sjálfir,
enda býst jeg við, að fjelagið hafi hug á að bæta úr
þeirri þörf með tíð og tíma.
En hægust eru jafnan heimatökin. Jeg vona að ís-
lenskar nútíðarkonur verði góðar litunarkonur eins og
mæður þeirra og ömmur voru.
Heimalitunin hefur áreiðanlega átt sinn þátt í því
að þroska smekk íslenskrar alþýðu fyrir fögrum lit-
um og litasamræmi.
Steinamosi eöa lituncurmosi (Permalía omphalodes).
Þessi skóf er brúnleit að ofan, en svört með fínum,