Hlín - 01.01.1928, Page 65
fílín 63
svörtum hárum að neðan, hún vex á steinum, helst í
urðum eða hraunum.
Skófina er best að taka eftir regn (annars vill hún
molna sundur). — Mosaliturinn hefm' alla tíð þótt allra
jurtalita fallegastur og um haldgæðin er ekki að tala,
en hann hefur haft ilt orð á sjer fyrir sterka lykt, seni
sumum fellur illa og sem ilt er að ná úr. Það má þó vel
losna við lyktina, ef sjerlega vel er vandað til þvottar-
ins. Sumir vilja jafnvel halda því fram, að best sje að
sjóða litarefnið í sápuvatni, ekki er hætt við að litur-
inn fari úr, þó skarpur sje lögurinn. — Áður en farið
er að lita, þarf að hreinsa sand og rusl vel úr skófinni,
best er að steyta hana eða mylja milli handanna og
hella vatni á, flýtur þá skófin upp og má veiða hana
ofan af, þetta er gert oftar en einu sinni, svo skófin
sje vel hrein.
Gamla íslenska aðferðin við mosalitun var að leggja
mosann og efnið í pottinn, sitt lagið af hvoru og hella
svo köldu vatni yfir og láta það standa nokkurn tíma
áður en það væri sett yfir eldinn. Þetta var svo soðið
við hægan eld 2—6 stundir.
Unisögn SigurUmgar Bjömsdóttur á Síðu,
Við litum úr mosa þannig: Mosinn er látinn í gis-
inn ljereftspoka og soðinn í 2 klukkutíma. Þá er það
látið ofan' í sem lita á. Ef lita skal 3—4 liti mismunandi
dökka, er fyrst látið ofan í það sem dekst á að vera,
og soðið hálftíma. og svo áfram.
Eftir gömhrni Kjalnesing.
Það var farið á hverju ári upp í Esju eftir mosa til
litunar, þar var nóg af honum. Geitnaskóf var samt
höfð til að spara mosann. Við lituðum þannig: í botn-
inn á pottinum var látið mosalag, þá lag af ull, þá mosi
og geitnaskóf, þá ull, o. s. frv. — Það má lita svo að
segja úr öllum jurtum, og þetta er einföld og handhæg