Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 68
66
Hlln
ist« doktorinn að hugrekki mínu, að jeg þori að mynda
mjer sjálfstæða skoðun um efni það, er jeg rita um,
þrátt fyrir það, að jeg hafi auðsjáanlega átt um »lít-
inn úrkost merkra rita að velja á þessum sviðum«. En
einkumi finst honum þurfa »hugrekki til að gerast for-
vígismaður ályktana, sem eigi eru dregnar fyrir ná-
kvæma yfirvegun alls þess, er best hefur verið ritað,
og með rannsókn auglýst, bæði með og móti, hverju því
atriði, sem um er fjallað«. Þá einu leið telur doktorinn
»leyfilega er um vísindaleg efni er að ræða«. Jeg hef
því ritað erindi miitt óleyfilega að dómi dr. B. C. Þ.
Eftir því hefði jeg ekki einu sinni haft leyfi til að
mynda mjer skoðun um það málið, sem mig varðar
langmest, sem er afstaða sjálfrar mín til þjóðfjelags-
ins og lífsins í heild sinni.
Ef þessari reglu hefði verið fylgt, hefðu kvenrjett-
indakonur sennilega orðið færri en raun er á, og enn
færri hefðu orðið til að gerast forvígisnlenn kvenfrels-
ishreyfingarinnar í riti, því margur mun hafa lifað í
þeirri trú að leyfilegt væri að rita um það mál, þó
hann hefði ekki lesið alt það besta, sem um það hefur
verið skrifað, eða þekt rannsóknir og niðurstöður vís-
indanna í öllum greinum, er snerta það mál, því ekki
hygg jeg allar ályktanir kvenrjettinda-foringjanna
dregnar eftir nákvæma íhugun eða eftir niðurstöðum
vísindanna.
Það kann vel að vera, að ef um vísindalega ritgerð
væri að ræða, væri krafa dr. B. C. Þ. rjettmæt, en þeg-
ar svo er ekki, virðist mjer krafan í alla staði órjett-
mæt. — Ætti að framfylgja henni, væri alþýðufólki
með því óbeinlínis bannað, ekki aðeins að rita nokkuð,
en jafnframt að mýnda sjer skoðun um nokkur efni,
er á einhvem hátt snerta vísindi. Tel jeg það ekki á-
góða fyrir nokkra þjóð, síst af öllu fyrir íslendinga.
Jeg hef fjölyrt svo um þetta upphaf á grein dr. B.