Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 69
fílín
67
C. Þ. vegna þess, að þar kemur greinilegast fram, hvað
á milli ber í skoðunum okkar á eðli og hlutverki
kvenna. Mjer skilst að dr. B. C. Þ. byggi skoðun sína
á því máli aðallega á niðurstöðum vísindanna. Mjer
er alt öðruvísi farið. Skoðun mín á eðli og hlutverki
kvenna stendur í nánu sambandi við lífskoðun mína.
Hún er að mjög litlu leyti á vísindum bygð. Hún er
fyrst og fremst bygð á lífsreynslu minni, þ. e. við-
kynningu minni af körlum og konum, þar næst á með-
fæddri tilfinningu minni og heilbrigðri skynsemi. Loks
er þessi skoðun að nokkru leyti trúarlegs eðlis eins og
lífsskoðun mín. Af þessu er auðsætt, að það raskar á
engan hátt skoðun minni á þessu máli, þótt vísinda-
menn komist að annari niðurstöðu um einhver atriði
þessu viðvíkjandi.
Sannleikurinn er sá, að enn sem komið er, eru skiftar
skoðanir um þau efni, er þetta mál varða, lífeðlisfræði
og sálarfræði, og meðan svo er, er alveg eins eðlilegt
að jeg hallist að þeim skoðunum, sem styðja mitt mál,
því fremur sem ekki verður heimtað af mjer, sem enga
vísindalega mentun hef, að geta vegið og gert upp á
milli vísindalegra niðurstaða. Niðurstöður vísindanna
væri því valtur grundvöllur að byggja á í þessu rnáli
frá mínu sjónarmiði. Jeg á yfirhöfuð ekki þá tröllatrú
á vísindin, sem margir alþýðumenn virðast eiga, og jeg
tel mjer engan ávinning að eignast þá »trú«. Jeg tel
það illa farið, hve sú trú á mikil ítök í hugum manna
hjer á landi, því það mætti líklega á sama standa hvað
borið væri fram í nafni vísindanna, þá væri það skoð-
að sem óyggjandi sannleikur, og skoplegast er, að trú-
in á vísindin virðist því meiri, sem menn vita minna, og
eru ófærari um að dæma. — Vafasamt er líka, hvort
það er nokkurt aðalsmerki vísindamanna að halda fram
óskeikulleik vísindanna eins og nærri lætur að dr. B.
5*