Hlín - 01.01.1928, Page 70
68
Hlín
C. Þ. geri, er hún telur að þetta sje »fullsannað«. —
Sjálfsagt líta sumir vísindamenn öðruvísi á. Prof.
Vilhelm Leche segir í formálanum fyrir bók sinni
»Manniskan«: »Forskningen befinner sig stándigf i
rörligt, i flytande tillstánd — det er dess livsvilkár,
intet av dess kapitel bör nágonsinn anses definitivt av-
slutat, fullstándigt«.
Það er einmitt af þessari ástæðu, að vísindin eru
stöðugt verðandi, að svo eríitt er að byggja lífsskoðun
sína á niðurstöðum þeirra eða skoðun á neinu því máli,
er grípur djúpt inn í líf manns. — Þess vegna fer því
svo fjarri, að þessar niðurstöður um einstök atriði
þessa máls, sem dr. B. C. Þ. telur »fullsannaðar«,
breyti í nokkru skoðun minni á þessum kvennamálum.
Jeg er jafnvel enn sannfærðari um rjettmiæti skoðun-
ar minnar á þeim nú, en þegar jeg ritaði erindi mitt í
»Hlín«, af því jeg hef hugsað meira um það og lesið
fleira, sem styður mitt mál. Vil jeg þar einkum nefna
hið ágæta erindi frú Aðalbjargar Sigurðardóttur í 1.
h. Eimreiðarinnar 1927: »Sálarlíf konunnar«.
Það er ekki rjett, að jeg hafi fyrirfram ætlað mjer
eða viljað gerast forvígismaður neinna ályktana um
þetta efni, eins og dr. B. C. Þ. segir. Jeg hef aðeins rit-
að um þetta, af því jeg gat ekki þagað, eftir að jeg
hafði myndað mjer skoðun um það og tekið afstöðu til
þess. — Mjer virtist, samkvæmt þeirri skoðun, mikil
hætta stafa af því fyrir okkar þjóðfjelag, ef sú stefna,
sem kvennahreyfingin hefur tekið, mótaði hugsunar-
hátt ungra kvenna og rjeði mati þeirra á lífinu, því jeg
þóttist sjá, að ef sú stefna sigraði, gæti svo farið, að
fyrir borð yrðu bornir þeir eiginleikar kvenna, sem
taldir hafa verið ágætastir frá því sögur hófust.
Jeg kem þá að því að minnast á nokkur atriði í grein
dr. B. C. Þ. — Hún á erfitt með að skilja, hvað það
kemur kvenfrelsishreyfingunni við, að sagan sýnir að