Hlín - 01.01.1928, Síða 71
Hlín
69
miklar menningarþjóðir hafa liðið undir lok, að þær
hafa átt sjer æsku, fullorðinsár og elli. óþarft er að
skýra það hjer, því það er gert í erindi niínu á bls. 93.
Þá er það ekki rjett, að jeg taki sem staðreynd þá
tilgátu Schillers, að lögmál framþróunarinnar sje hætt
að hafa áhrif á mennina. — Af hverju ályktar doktor-
inn, að jeg taki það sem staðreynd? Mjer hefir aldrei
dottið það í hug. Jeg sagði aðeins frá þessari skoðun
Schillers, sem dæmi þess, að til væru merkir menn,
sem litu ekki eins björtum augum á hinn hvíta kyn-
flokk og menningu hans, eins og t. d. sumir forvígis-
menn kvenfrelsishreyfingarinnar. — Forsendur Schill-
ers fyrir þessari tilgátu hans — kúpustærð Cro-
magnonmannanna — get jeg ekki dæmt um, mig brest-
ur auðvitað algerlega þekkingu til þess. Því fer um
þetta atriði eins og fleiri, þegar um vísindaleg efni er
að ræða, að jeg tek þá heimildina, sem mjer, af ein-
hverjum ástæðum, þykir líklegast að byggja á. — Eins
og jeg hef bent á hjer að framan, er vandi fyrir leik-
menn að velja á milli ólíkra skoðana vísindamanna um
sama efni. — Sýnilega eru þau dr. B. C. Þ. og dr.
Schiller ekki á sama máli um þetta efni. En jeg trúi
því aðeins, að þessi enski heimspekingur viti orðum
sínum ekki síður stað en dr. B. C. Þ. — Einkennilegt
er það líka, að þó doktorinn telji »margsannað« að
stærð og þyngd heilans standi í nánu hlutfalli við lík-
amsstærð innan mismunandi dýraflokka, þá segir
hann þó á öðrum stað í grein sinni, að heili konunnar
sje ofurlítið þyngri en heili karla, »ef miðað er við
hlutfallið milli líkamsþyngdar og heilaþyngdar«.
Þá fellur doktomum ekki allskostar vel, að jeg skuli
hafa myndað mjer skoðun um eðlismun karla og
kvenna, og orsökin til þess virðist helst vera sú, að jeg
og prof. Lehmann sjeum ekki ein um hituna að vita
slíkt. Það hafi verið staðreynd frá dögum Adams og