Hlín - 01.01.1928, Page 72
70
Hlln
Evu. En þó að það sje áhugamál ýmsra leiðandi skóla-
manna í Danmörku, að tekið sje sem mest tillit til
þessa sjereðlis karla og kvenna í skólum, ætti síst að
vera ástæða til að amast við, að jeg minnist á mismun-
inn í erindi mínu. — Jeg hef hinsvegar ekki orðið þess
vör, að þetta sje sjerstakt áhyggjuefni þeirra, er með
skólamál fara á íslandi, og virtist mjer því vera full á-
stæða til að minnast á það.
Þá kemur dr. B. C. Þ. að því atriði í erindi mínu, er
sýnilega hefur orðið henni langmestur þyrnir í augum,
en það er efi minn um það, er Stuart Mill hjelt fram,
að sálarlíf karla og kvenna sje hið sama frá náttúrunn-
ar hendi, og skynsemin eigi að skipa öndvegi, jafnt hjá
konum og körlum. Doktornum líkar ekki að jeg sagði
»eigi að skipa«. Jeg get vel fallist á að rjettara hefði
verið að orða það öðruvísi, en jafnframit verð jeg að
halda því fram, að það hefur lýst sjer í skoðunum
kvenrjettindakvenna og manna og afskiftum þeirra af
uppeldi kvenna og mentun, að þeir álitu að skynsemin
ætti að skipa öndvegissess hjá konum jafnt og körlum,
án þess að spyrja fyrst og fremst að því, hvert eðli
konunnar er frá náttúrunar hendi. Enn mun þetta ó-
sannað mál, því jafnvel dr. B. C. Þ. kveður ekki harð-
ara að orði um þetta en að hún segir, að allar rann-
sóknir »bendi í þá átt að skynsemin, vitið, skipi önd-
vegissessinn hjá konum jafnt sem körlumu Og hún er
auðsjáanlega ánægðust með þá niðurstöðu, því það
kemur sumstaðar fram í grein hennar, að hún ætlar að
konur myndu vinna eins mikil afrek og karlar á hverju
sviði andlegs lífs, ef um samkepni væri að ræða. Og
trúað gæti jeg því, að doktorinn áliti, að sín stærstu
afrek muni konur vinna þar í framtíðinni.
Þetta er trú allra mestu kvenrjettindapostulanna.
Þetta er það sem rekur konurnar út í heimskulega
samkepni á öllum sviðum. Skoðun sú, er til grundvallar