Hlín - 01.01.1928, Síða 75
Hlín 73
»Femininitet« (kveneðlis) »snerti hverja einustu fmmu
líkamans«.*
Annars er röksemdaleiðsla doktorsins í þessari grein
mjög einkennileg. Aðalefnið virðist vera að sýna fram
á með vísindalegum rökum, að það sje »heilaspuni« að
munur sje á eðli karla og kvenna, hvort heldur litið er
á það frá sjónarmiði lífeðlisfræði eða sálarfræði; að
halda slíku fram stafi af fáfræði, en jafnframt telur
doktorinn það hafa verið staðreynd »frá dögum Adams
og Evu«, að á vissum sviðum eigi karl og kona sjereðli,
og klykkir út með því, að það sem skilji sje, að konan
eigi »móðurþrá«, en maðurinn »baráttuþrá«. Jeg sje
ekki betur en að þessi röksemdaleiðsla doktorsins sje
enn ein sönnun fyrir þeirri ætlun minni, að dómar
kvenna sjeu stundum dálítið skrítnir, og ekki altaf
bygðir á rjettum reglum rökfræðinnar. Sannast hjer
sem oftar, að »náttúran er náminu ríkark. Ekkert
styður mitt mál betur en að halda fram, að það sem
greini karla og konur að, sje baráttuþrá karlmannsins
og móðurþrá konunnar. Eða er ekki öllum það ljóst,
að svo ólíkar eru þær »þrár«, að ólíkir andlegir og lík-
amlegir eiginleikar hljóta að vera þeim samfara. Betri
staðfestingu á aðalefni erindis míns gat jeg ekki
fengið.
f niðurlagi greinar sinnar snýr dr. B. C. Þ. sjer að
ástandinu hjer á íslandi, og lætur sem til vandræða
horfi hinn mikli straumur fólksins úr sveitunum í
kaupstaðina, og þá einkum stúlknanna. Kennir hún
sveitaheimilunum að nokkru leyti um þetta. Má það og
vel satt vera, að þau eigi þar einhverja sök. En svo
stingur doktorinn upp á nokkrum umbótum á kjörum
ungra stúlkna á heimilunum, sem eiga að miða að því,
að kyrsetja þær í sveitunum. — Trúað gæti jeg því, að
* Rag-nar Vog-t: »Arvelighet og Racehygiene«.