Hlín - 01.01.1928, Side 76
74
HKn
mörgum þætti kynlegt, að heyra því haldið fram í al-
vöru, að stúlkur flýi sveitirnar af því þær eigi ekki
»kima«, þar sem þær geti verið einar sjer. Það er yfir
höfuð fáránleg hugmynd, sem ber vott um litla þekk-
ingu á íslensku sveitalífi, að halda að stúlkur flýi
sveitirnar af þrá yfir einveru! Nú miðar einmitt breyt-
ing sú, er orðið hefur á húsaskipun til sveita að því, að
stía fólkinu sundur. Margir telja það óviturlegt og illa
ráðið, enda sýnir reynslan, að fólksstraumurinn hefur
aldrei verið örari úr sveitunum, en síðan sá háttur var
tekinn upp, og jeg efast um að hann yrði stöðvaður,
þó öllufn fyrirmælum dr. B. C. Þ. um tilhögun þessara
herbergja væri fylgt, jafnvel ekki þó dúkurinn á borð-
inu væri heimaofinn, eins og fortjald fataskápsins! —
Og það er heldur ekki von, því hitt mun sanni nær, að
þessir mörgu »kimar« nýju húsanna hafi, ásamt öðru
fleiru, grafið grunninn undan heimilislífi sveitanna.
Þá hygg jeg, að ýmsum muni virðast svo, sem ein-
lægan vilja þurfi til að finna sambandið milli sjálf-
stæðisþrár forfeðra vorra, þeirra er fjýðu land úr Nor-
egi, af því þeir þoldu enga kúgun, og þrár ungu stúlkn-
anna íslensku eftir lífi í verstöðvum og kauptúnum.
Jeg vildi miklu fremur minna ungar stúlkur á, að
þær ei-u líka afkomendur kvenna, sem fylgdu þessum
sömu mönnum út á hafið á leið til framandi lands, þar
sem biðu þeirra meiri erfiðleikar og harðari lífsbar-
átta en heima á ættjörðinni. En þær fylgdu þeim samt,
fórnuðu liægara lífi á föðurleifð í föðurlandi, skildu
við frændur og vini, og fylgdu eiginmönnum sínum,
feðrum, bræðrum, sonum, af. því þær elsk'iiðu þá. Þetta
er ekkert sjerstakt eða merkilegt fyrir þessar konur,
þær fylgdu aðeins upprunalegasta, sannasta og besta
eðli kvenna. á ölkimi tírnmn og í öllumi löndumt.
Það er ástin sem er sterkasta aflið í sál kvenna. f
þjónustu hennar stendur fórnarhæfileiki þeirra. Fram