Hlín - 01.01.1928, Side 78
76
Hlín
verksvið þeirra. Þvert á móti gat jeg þess í umræddu
erindi mínu, að einmitt vegna sinna sjerstöku hæfi-
leika væru konur betur til þess fallnar en karlár, að
inna af hendi ýms störf utan heimilanna, svo væri t. d.
um barnakenslu, en einkum um öll líknarstörf.
Jeg held, að hinn svokallaði mentaði heimur þurfi
nú á engu meira að halda en þeim kvenlegu dygðum,
sem jeg hef nú nefnt. Á flestum sviðum er brýn þörf
móðurhanda og móðurástar. örbirgð og áþján sverfur
nú að fjölmennustu stjett þjóðfjelaganna, meðal ann-
ars vegna þess, að hún innir af hendi þá skyldu að
halda mannkyninu við, sem menningin hefur kent æðri
stjettunum að svíkjast um, ekki með því að láta vitið
ná taumhaldi á tímgunarhvötinni, eins og dr. B. C. Þ.
heldur fram, heldur með því að skjótast undan skyld-
um sínum við lífið, með því að halda í nautnina, en
forðast afleiðingarnar.
Það er hin mikla villa forvígismanna kvenrjettinda-
hreyfingarinnar, að þeir virtu vitið meira en alt annað
í sálarlífi manna, virtu yfirleitt sjerstaklega eiginleika
karlmannsins, og kendu konum að líta niður á sitt eig-
ið eðli og meta það minna. Mjer virðistauðsætt,aðþeim
stafar hætta af að leggja mesta rækt við þroska vits og
rökrjettrar hugsunar, vegna þess að það vekur sjálfs-
meðvitundina og um leið eigingirnina. Jeg er enn sann-
færð um að jafnframt minkar »móðurþráin« — móður-
instinktið — og hæfileikarnir til að uppfylla móður-
skyldurnar.
Loks vildi jeg óska þess, íslenskum konum til handa,
að þær kynnu að meta móðureðli sitt og þá hæfileika
sem standa í þjónustu þess. Jeg vildi þær vilcht. skilja
það, að vísasti vegurinn fyrir þær til að komast upp á
»andlegar sigurhæðir« og »verða að manni«, er að
leggja rækt við þá eiginleika. Og að fáráðsskapur