Hlín - 01.01.1928, Page 81
Hlín
79
þrettánda til sumarmála, því skólatímanum var skift
í 2 námsskeið. — Margir dæmdu þessa nýbreytni hart,
fundu litla kosti, en marga og stóra ókosti, og þarf ekki
að lýsa því hjer, því það þekkja flestir. Konur máttu
taka undir með skáldinu: »ógurleg er andans leið upp
á Sigurhæðir«. —
Engar stúlkur sóttu þennan skóla úr Langadalnum,
nema jeg ein. — En þegar að því kom, að jeg skyldi
leggja á stað að heiman, skrifaði faðir minn prests-
hjónunum og bað þau fyrir mig, sagði að jeg væri að
öllu leyti upp á þeirra náð og miskunn komin, en allan
kostnað við veru mína þar skyldi hann borga skilvís-
lega á rjettum tíma. — Frú Stephensen útvegaði mjer
hvítt ljereft í 5 karlmannsskyrtur til að sauma. »Þess-
ar skyrtur verður þú látin sauma allar í höndunum*,
sagði hún, »og það er ekkert áhlaupaverk, því 12—14
»legg« verður að sauma í brjóstið á hverri skyrtu«. —
Svo fór jeg með vaðmál í 3 drengjajakka, þá var siður
að hafa þá líka í sniði og jakka á fullorðna karlmenn,
einstangaða utan og alt saumað í höndunum með þræði.
— Eitthvað fór jeg með af skriffærum. — Rúmföt
átti jeg að leggja mjer til, en því varð að sleppa, eng-
inn gat borið þau svo langan veg, en fátt þá um járn-
aða eldishesta. — Maður var fenginn til að fylgja mjer
og bera dót mitt, hann var með langan staf og stikaði
stórum. — Jeg var ónýt að ganga, og það ljetti mjer
heldur ekki spofið, hve margir lögðu mjer þetta ferða-
lag illa út. Sögðu að mjer hefði verið þarfara að sitja
heima og vinna eitthvert þarft verk fyrir heimilið,
heldur en að auka fátækum foreldrum mínum marg-
falda fyrirhöfn og peningaútlát. — Hverjar sem hugs-
anir mínar og tilfinningar voru í þessu efni, varð jeg
fegin að verða manninum ekki samferða, þótti gott
að mega þegja. Það var líka ofsarok og hálka.
Þegar við náðum áfangastað, var komið myrkur,