Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 83
Iilín
81
meyjar (sem voru 6), borðuðu og lærðu, skoðuðu það
sem heimili sitt. — Ein námsmeyjan hjet María Bald-
vinsdóttir, lagleg og gáfuð stúlka, mig minnir að hún
væri bróðurdóttir maddömunnar. — Hún bauðst til að
lofa mjer að sofa hjá sjer, og var mjer allan tímann
sem ágæt systir, og kom það sjer vel, þar sem jeg var
svo einmana, þekti engan. — Þarna inni var enginn
ofn, en olíulampi hjekk yfir borðinu og hitaði nokkuð.
— Stór tafla var sett upp öðrumegin við dyrnar. Ekki
var hún úr steini, en á hana voru skrifuð með feitu
letri mörg boðorð, sem ekki mátti brjóta sektalaust,
brytum við eða skemdum eitthvað, áttum við að borga
það að fullu, og brytum við eitthvað af skólareglunum,
þá var það skrifað í vitnisburðarbækur, sem við áttum
að hafa og bjuggum okkur til sjálfar. í þessar bækur
skrifaði presturinn á hverju kveldi og gaf okkur vitn-
isburð fyrir hvern dag. — Þarna inni hjá okkur var
lesin stutt bæn og sunginn sálmur á hverjum degi kl.
12, áður en handavinnan byrjaði, sem stóð til kl. 3. —
Kom þá alt heimafólk þar saman, mig minni að það
væri um 30 manns með báðum skólum. (Piltar voru líka
6 við nám). Presturinn stýrði söngnum, en ein okkar
námsmeyjanna las bænina. Það var skylda, og áttum
við að gera það eftir stafrófsröð til skiftis, og þann
sama dag áttum við að leggja á borðið, taka til í hús-
inu og halda því hreinu og sjá um að alt væri í röð og
reglu, og var strangt fram tekið, að ekkert væri van-
rækt í því efni. — Á hverju kvöldi kom alt heimafólk-
ið samian aftur til að hlusta á húslestur, þá voru pilt-
arnir látnir lesa og margt af fólkinu söng þá. —
Presturinn las sjálfur á sunnudögum, þegar ekki var
mesSað, og setti þetta sjerstakan andlegan blæ á heim-
ilið. —
Áður en jeg kom að Undirfelli, höfðu gengið þar
6