Hlín - 01.01.1928, Side 84
82
Hlín
veikindi, var það kölluð landfarsótt, nú held jeg að
það hefði verið kölluð inflúensa. — Eftir fyrsta mán-
uðinum man jeg lítið, því jeg lagðist í þessari veiki
með miklum hita, höfuðverk og kvefi. Fyrsta morg-
uninn kom kenslukonan inn til mín, hún hjet Björg
Skóg, hún var barnung, jeg man ekki hvort hún var
tvítug. En jeg man vel hvernig hún leit út, þennan
morgun, þegar hún kom að rúminu til mín og spurði
hvernig mjer liði. Málrómurinn var hlýr og framkom-
an prúð og látlaus. Hún var í gráum taukyrtli, lögðiun
með dökkum flauelsböndum, sem fór henni einkar vel.
Andlitið var smágert og frítt, ennið kúpt og augun
falleg, nokkuð stór, og svo bjart yfir andlitinu, að hún
hefði vel getað verið fögur fyrirmynd í skáldsögu. —
Okkur fjell öllum, vel við hana, fanst hún í mörgu sem
jafningi okkar. — Hún kendi það verklega, sem var
mest fatasaumur, en presturinn kendi það bóklega:
skrift, reikning og rjettritun, og eitthvað lítið í dönsku.
Prestshjónin komu oft og vitjuðu um mig og voru mjer
góð. — En hvað mjer fanst maddaman sjálfkjörin
húsmóðir á stærsta heimili sýslunnar, sem þá var, og
engin önnur kona en einmitt hún, fær um að vera í
hennar stöðu. Mjer fanst þyngsta byrðin á því heimili
hvíla á hennar herðum, og öll ráð til hennar sótt, að
því er mjer virtist. Við hana talaði jeg lítið, kom mjer
ekki að því, og aldrei þorði jeg að yrða á prestinn að
fyrra bragði. Jeg var altaf hálf hrædd við hann, mjer
fanst hann alvarlegur og strangur. En ætti jeg nú að
fara að læra, kysi jeg að hafa kennara eins og síra
Hjörleifur var, því hans insta þrá var sú, að nemend-
urnir hefðu gagn af því sem hann kendi þeim. Oft ljet
hann drengina, sem hann var að kenna undir skóla,
sitja hjá sjer þegar hann var að vefa, og læra þar lex-
íur sínar.
Þegar jeg fór að hressast, gat setið upp við herða-