Hlín - 01.01.1928, Síða 85
83
íllin
dýnu, fór jeg að sauma, mjer var órótt að vita stúlk-
urnar langt á undan mjer og geta ekki neitt aðhafst
sjálf. — Annan eða þriðja daginn, sem jeg var á fót-
um, kom röðin að mjer að gera herbergið hreint, bera
á borð, og þá um leið að lesa bænina, það var eitt af
því óumflýjanlega. Og kveið jeg svo mikið fyrir því,
að enn í dag á jeg ekki neitt lýsingarorð yfir það,
hvernig mjer leið. Jeg sagði Maríu Baldvinsdóttur frá
þessu. »Jeg skal lesa fyrir þig, segðu prestinum að þú
treystir þjer ekki til að lesa í þetta sinn, þú sjert enn
svo lasin«, sagöi María, »en jeg er lnædd uin aö þú
getir aldrei lesið fyrir feimni, það spillir fyrir þjer
hvað þú ert einurðarlaus og viðkvæm, þú ert alt öðru-
vísi en við hinar-, við hristum þetta af okkur alt«. —
»Já, bara að jeg gæti nú það«, hugsaði jeg, en í því
kom presturinn með blessað bænakverið og nokkrar
sálmabækur, hann fletti upp á bæninni, sem jeg átti
að lesa, og sagði um leið og hann rjetti mjer bókina:
»Þetta er bænin sem þú átt að lesa og hjerna er faðir-
vorið, jeg skrifaði það upp fyrir þig, það fipast margir
ekki síður í því sem þeir kunna, og lestu nú hægt og
stilt«. — Mjer sortnaði fyrir augum, og ekki veit jeg
hvernig jeg fór að stynja því upp, að María hefði boð-
ið mjer að lesa fyrir mig, jeg treysti mjer ekki til þess.
Mjer fanst hann hvessa á mig augun um leið og hann
sagði nokkuð snögt: »Heldurðu að þú lærir við það að
lesa?« Og þar með var því máli lokið. En eftir þessa
eldraun varð jeg að lesa fyrir stúlkurnar, ef þær voru
ekki viðlátnar.
Við matargerð áttum við stúlkur ekki, en þjónuðum
okkur, þvoðum af okkur o. s. frv.
Á sunnudögum höfðum við æfinlega eitthvað breytt-
an mat, og þá borðuðu vanalega með okkur konur úr
sókninni, sem komu til að sjá það sem við vorum að
6*