Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 86
84
Hlin
sauma. — Ekki var nema ein saumavjel í skólanum,
hana átti ein námsmeyjan, flestar saumuðum við hvert
spor í höndunum.
í rökkrinu áttum við litla stund frí. Vœri veðrið
gott, var sjálfsagt að njóta þess, og Ijet þá hver þeim
látum, sem honum líkaði best. — Þegar ófært veður
var, styttum við okkur stundir með því að syngja eða
segja sögur. öll höfðum við frá einhverju að segja. —
Drengjum þótti jeg ófjelagsleg við útileikina, væri
þessvegna rjett dæmt af þeim, að jeg ségði æfinlega
sögu, þegar við yrðum að sitja inni. »Þú ert einræn og
sjervitur eins og þú átt ætt til«, sögðu þeir, og fanst
mjer það enginn lofsöngur, en furðu fljótt sætti jeg
mig við það samt, alt vildi jeg heldur en að lenda í
sollinum úti.*
Að endingu langar mig til að segja frá litlu atviki,
sem kom fyrir um veturinn, og sem hefur orðið mjer
svo minnisstætt, að það er eins og það hefði skeð í gær.
Það var eitt laugardagskvöld, að stúlkan, sem vön
var að taka til og skúra herbergið hjá piltunum var
lasin, svo maddaman bað mág að gera verkin hennar,
þegar við værum hættar að læra. Hún fylgdi mjer inn
í herbergið og sagði mjer hvað jeg ætti að gera, sjálf
sagðist hún ætla að leggja sig útaf litla stund í svefn-
húsi þeirra hjóna, sem var þar rjett innaf. — Þarna
var mjög þröngt inni, rjett að maður gat smeygt sjer
í kringum stórt borð, er stóð á miðju gólfi, en til
beggja hliða voru rúm og setubekkir. Uppi yfir borð-
inu hjekk stór olíulampi með kúpli og var svo sem
þverhandar breidd frá borðinu og upp að lampanum.
Mjer datt í hug að færa borið lítið eitt, svo jeg gæti
því betur komist að því að þvo undir því, datt ekki í
Ingibjörg Lárusdóttir er dóttur-dóttir Bólu-Hjálmars, Sig-
ríður hjct móðir hennar. Ritstj.