Hlín - 01.01.1928, Side 87
Hlin
85
Iiuk að platan væri laus, en þegar jeg hreyfði borðið’,
sporðreistist platan svo mikið, að hún tók upp undir
lampann og um leið hentist kúppillinn og glasið ofan á
gólf og fór þar í þúsund mola, og varð af því svo mik-
ill hávaði að alt fólkið kom hlaupandi til að vita hvað
á gengi. — Presturinn var ekki heima, en maddaman
sagðist mest kvíða fyrir að segja manni sínum frá
þéssu, af því að þetta væri eini lampinn sem hægt væri
að nota í þetta herbergi. — Þegar fólkið var farið,
tíndi jeg upp brotin og lauk við að þvo gólfið, gerði það
hugsunarlaust eins og í leiðslu eða draumi. Mjer fanst
jeg hafa orðið fyrir álögum, sem jeg seint eða ef til
aldrei kæmist úr aftur. — Þegar jeg var háttuð um
kvöldið, fór jeg að reyna að hugsa um| þetta með viti,
en það gekk ekki greiðlega, jeg bylti mjer í rúminu,
reyndi að sofna, en það hafði engan árangur heldur.
Jeg fór að lesa bænirnar mínar, hjelt það besta ráðið
til að koma ró á hugann, sem allur var kominn í upp-
nám, en það var ekkert undanfæri, reikninginn varð
jeg að gera upp við sjálfa mig með þennan óheilla-
lampa, hann varð jeg að borga. En hvernig? Það var
spurning, sem ekki var gott að svara, þar sem jeg varð
að vinna næsta sumar fyrir því, sem jeg skuldaði af
skólagjaldinu. — Jeg átti eina mókollótta á, en hana
tímdi jeg ekki að láta fyrir nokkurt verð. — Þó varö
jeg heldur að gera það, en láta foreldra rnína borga
lampann fyrir mig, til þess gat jeg ekki hugsað. —
Þessu var hugurinn að bylta fram og aftur alla nótt-
ina, þangað til undir morgun að jeg sofnaði. — þá fór
mig strax að dreyma kollóttu ána mína, dreymdi að
hún var að sleikja á mjer hendurnar, eins og hún gerði
vanalega, þegar hún sá mig, af því að jeg hafði vanið
hana á að jeta salt. Jeg fór strax að segja henni þá
raunasögu, að jeg yrði að selja hana, og hvað mjer