Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 88
86
Hlin
fjelli það þungt. Og jeg segi það kinnroðalaust, að þeg-
ar jeg vaknaði aftur hafði jeg þungan ekka. — Sunnu-
daginn næsta á eftir var stórhríð, svo enginn kom til
kirkju, presturinn las lesturinn inni hjá okkur eins og
vant var, þegar ekki var messað. Að loknum lestrinum
fóru hjónin strax, og svo hver af öðrum. — Kenslu-
konan sat fyrir innan borðið. Hún var staðin upp. Þeg-
ar hún sá fólkið vera að ganga burtu, bað hún það að
staldra dálitla stund við, hún ætlaði að segja nokkur
orð, og svo byrjaði hún eitthvað á þessa leið: »Mjer
datt í hug, meðan presturinn las lesturinn, hvort við
ættum ekki öll, sem hjer erum, stödd, að borga lamp-
ann, sem brotnaði í gærkvöld. Við erum mörg, svo
hvert okkar þarf ekki að láta mikið, en safnast þegar
saman kemur, kornið fyllir mælirinn. Jeg byrja og
legg hjer tvær krónur«, sagði hún. — Þessu var tekið
með mesta fögnuði, og jeg heyrði að peningár voru
lagðir á borðið, einn eftir annan, en hverjir það gerðu
eða hvað það var mikið vissi jeg ekki, jeg stóð úti við
gluggann og leit ekki við. En eitthvað snertu þeir mig
samt þessir peningar, það fann jeg glögt. — Fólkið
var svo nærgætið og gott, að enginn yrti á mig, en
smátíndist alt í burtu, mest var jeg því þakklát fyrir
það að fá að vera ein. — Stundu síðar komu stúlkurn-
ar til mín aftur, glaðar og góðar, og við fórum að
spjalla saman eins og ekkert hefði í skorist. — Það
var líkast því, að þetta litla atvik, sem mjer þá fanst
svo stórt, hefði dregið okkur þjettara sarnan. Við vor-
um eins og einn maður þaö sem eftir var af samveru-
tímanum.
Yfir höfuð var alt fólkið mjer ágætt, og jeg er því
þakkiát. — Hi-ædd er jeg um, að lengi megi leita nú,
þangað til annað eins heimili finst eins og Undirfells-
heimilið var þá. — Og komist þessar línur á flæking