Hlín - 01.01.1928, Page 89
Hlín
87
eitthvað út í heijninn, bið jeg þær að heilsa hlýtt hverj-
um gömlum vini.
Blönduósi í maí 1920.
Ingibjörg Lámsdóitir.
Framhaldsfræðsla ungmenna.
Eitt af þeim málum, sem mikið hefur verið rætt um nú
á síöari áruin, er það, hvernig eigi að haga alþýðufræðsl-
unni hjá okkur. Barnakensjunni er fyrir nokkru ráðstafað
meö lögum um fræðslu barna, sem búið er að endurskoða
nokkuð, síðan þau voru sett fyrst. Með því fyrirkomulagi,
sem þau hafa skapað, er sjálfsagt nokkur endurbót feng-
in frá því sem áður var unr fræðslu barna innan ferm-
ingaraldurs, þó minni sje hún, en vænta mátti, ef miðaö
er við þau útgjöld, sem hfm hefur haft í för með sjer
fyrir þjóðfjelagið.
Reynslan virðist vera búin að sanna, að barnafræðsl-
an er ahnent ekki betri en það, að allir þeir unglingar,
sem námshæfileika hafa, finna sárlega til þess, að þá
vantar meiri þekkingu í algengustu fræðígreinum, til þess
að geta talist sæmilega búnir undir lífið, og þá er spurn-
ingin: Hvernig á að bæta úr þessu, svo náð verði til sem
flestra, án óhæfilegs kostnaðar fyrir einstaklingana eða
þjóöfjelagiö? — Á síðustu árum hefur með ríkisstyrk
verið komið upp alþýðuskólum, auk búnaðar- og gagn-
fræðaskóla, sem fyrir voru, svo sem á Hvítárbakka og
Laugum, og itiikið hefur verið talað um Suðurlandsskól-
ann, hvort eða hvenær sem liann kemst upp. — Þegar lit-
iö er til þessara skóla, þá er þaö strax augljöst, að þeir
l-costa nrikið fje, bæði ríkið og einstaklingana, sem nota
þá, og lítt hugsanlegt að á nálægum tíma verði reistir
nógu margir slíkir skólar, svo fullnægt verði þörf alþýðti-
fræðslunnar. — Mjer hefur því dottið í hug að segja, með