Hlín - 01.01.1928, Síða 90
88
Htin
örfáum orðum, frá fyrirkomulagi, sem r.eynt hefur verið
hjer í Mosfellssveitinni þrjá áíðustu veturna, um viðhót-
arfræðslu fyrir fermda unglinga. Virðist mjer sem það
fyrirkomulag hafi ýmsa góða kosti, og sje mikil hjáíp
fyrir allra nauðsynlegustu fræðsluna. Enda hefur það sýnt
sig, að allir hlutaðeigendur eru ánægðir með j^essa ný-
breytni.
Á einum stað í sveitinni hefur verið komið upp föstum
kenslustað fyrir börn, og barnakennari sveitarinnar hefur
kent þar allan veturinn núna s. 1. þrjá vetur (heimavist
fyrir börn er þar þó ekki ennþá, en í ráði er að koma
henni upp, ásamt íbúð fyrir kennarann, þegar ástæður
leyfa). Nokkru af börnunum hefur því verið komið fyrir
á bæjum í nágrenninu, svo þau hafa getað gengið í sköl-
ann. Unglingakenslunni er svo komið þannig fyrir, að
skólaganga barnanna hefur verið feld niður einn dag í
viku, en þá komið í þess stað jreir fermdir unglingar úr
fræðsluhjeraðinu, sem óskuðu eftir að fá tilsögn, kensl-
una annast svo barnakennarinn og presturinn okkar, síra
Hálfdán Helgason, sem af lofsverðum áhuga fyrir þessu
ináli, bauðst til að kenna fyrir ekki neitt. Kent hefur ver-
ið: íslenska, munnleg og skrifleg, reikningur, og danska.
Unglingar þeir sem byrjuðu, nutu á þennan hátt tilsagn-
ar í tvo vetur, og er það auðsætt, að óhætt er að taka
saman 2 eða jafnvel 3 árganga af fermingarbörnum. Það
er alveg ótrúlegt, hve mikið unglingarnir geta numið á
ekki fleiri kensludögum, en þar kemur auðvitað til greina,
hve langur undirbúningstími er fyrir hvern kensludag, og
þá hægt að fara yfir mikið í hvert'skifti.
Sjerstakir kostir við þetta fyrirkomulag eru: 1) að
jrarna er hægt að sameina það tvent, að unglingarnir
starfi nokkuð á heimilunum, en fái dálítinn tíma á hverj-
urn degi til að læra. Venjast þeir rnjög fljött á að nota til
þess hverja stund, er þeir fá frá heimilisstörfunum. 2) að
þetta getur náð til allra þeirra, sem tilsagnar óska, 14—