Hlín - 01.01.1928, Side 91
Hlin
89
16 ára, og jafnvel eldri, ef 3 árgangar af fermingarbörn-
um eru teknir í einu. 3) að það kostar ekki annað, en að
sjá af dálitlum tíma á hverjum degi handa unglingunum
til lesturs.
Starf barnakennarans er ekkert aukið. Má óhætt gera
ráð fyrir, að honum þyki vænt um að fá að fylgja nem-
endum sínum sem lengst með fræðsluna. — Ekki er hægt
að vonast eftir, að prestarnir vinni þetta alment fyrir enga
borgun, og væri ekki ósanngjarnt, að ríkið tæki að sjer
að greiða þeim fyrir sína fyrirhöfn. — Æskilegast að
taka ekkert kenslugjald, hvorki af nemendunum eða að-
standendum þeirra.
Sjálfsagt eru einhverjir, sem liafa það á móti þessu,
að börnin megi ómögulega missa þennan tíma, en slíkt er
mesti misskilningur. Lítt þroskuðum börnum er venjulega
of erfitt að sitja á skólabekk 5 stundir á dag, ganga að
og frá skólanum og lesa svo til undirbúnings næsta dags.
Hjer hefur börnunum verið sett nokkru meira fyrir þá
daga, sem þau koma ekki í skólann, svo þau hafa nóg að
gera.
Á sunium stöðum eru börnin ekki látin koma í skólann
lil yfirheyrslu nema annanhvorn dag, og þykir vel gefast.
Jeg teldi skynsamlegast að sleppa þeim við skólagöngu
þriðja hvern dag, og gætu þá unglingarnir fengið tvo
daga í hverri viku. Hefðu þeir þá mjög mikið gagn af
kenslunni, og mætti jafnvel bæta við námsgreinum, en þá
þurfa þeir líka lengri tíma daglega til lesturs heima fyrir.
Sjálfsagt er það svo í mörgum sveitum, að ekki eru
ennþá bygð skólahús. En þó svo sje, og barnakenslan sje
starfrækt sem farkensla'á fleiri bæjum í sveitinni, þá ætti
þó að vera hægt að fá húsrúm fyrir unglingakensluna,
þar sem ekki væri mjög óhentugt til aðsóknar, ef áhugi
væri fyrir þessu í sveitinni. En oft mundi það kosta kenn-
arann dálítið feröalag þá daga, sem hann kendi ungling-
unum.