Hlín - 01.01.1928, Page 94
92
Hlín
í eigti sonardóttur hennar, húsfrú Sigurlaugar Guðmunds-
dóttur á Ríp, og þykir enn mjög fallegur.
Sigurlaug var að allra dómi hin mesta búsýslu og fyr-
irmyndar húsmóðir, glaðlynd, gestrisin og rausnarleg,
hjálpfús við bágstadda og nærfærin við sjúka.
Heimilisiðnaður var jafnan mikill hjá henni; óf hún sjálf
í fyrstu áklæði, sjöl, klúta og allskonar dúka. — Hana
vantaði ekki vinnukonur, því meiriháttar bændur, sem
citthvað vildu gera fyrir dætur sínar til menta, keptust um
að koma þeim til hennar, annaðhvort sem vinnukonum, og
þá ineð tilteknum tíma að vetrinum til hannyrða, eða þá
sem námsstúlkum yfir tíma; urðu þær margar sem nutu
þess. Mun sú aðsókn hafa átt mikinn þátt í því frá henn-
ar hálfu, að árið 1877 var, fyrir hennar forgöngu, stofn-
aöur fyrsti kvennaskóli í Skagafirði (ef ekki norðanlands)
í Ási, með kenslukonu húsfrú Jónu Sigurðardóttur frá
Möðrudal á Fjöllum, mjög mikilhæfri og hámentaðri
konu, annað þótti Sigurlaugu ekki henta, enda var góð
samvinna ineð þeim um veturinn. Rar kendi húsfrúin mat-
reiðslu og alla hússtjórn með sínum heimilisstörfum, sem
jukust að vonum til muna fyrir skólahaldið.
Það er eftirtektarvert, hve snemina það vakti fyrir
hcnni og þeim hjónum að efla og flýta fyrir heimilisvinn-
unni með vjelum, sem ekki þektist þá, því fyrstu sauma-
vjel í Skagafirði keypti hún, hafði þó ekki sjeð þær áður,
en ekki stóð það fyrir fullum notuin vjelarinnar. Fanst
Sigurlaugu mikið til um flýtisaukann við saumaskapinn,
sem koin sjer vel fyrir hana, er hafði fatasauminn á hendi,
en heimilið mannmargt. Voru þá tíðir gestir, konur og
karlar, að sjá þessa undravjel sauma, efuðust sumir um,
að það gæti átt sjer stað; mannshöndin ein mundi geta
saumað, þar til þeir sáu. Sumir þurftu að reyna á sauma-
skapinn, hjeldu hann bráðónýtan, en mikið var dáðst að
flýtinum. Vjelin var stigin, inun hafa kostað 180 R.dali.
Þá v.ar næsta sporið á þessu sviði, að 1874 eða 75