Hlín - 01.01.1928, Side 96
94
Hlin
mjög útofnum og skrautlegum, karlinenn aftur í sex- eða
tískeftu milliskyrtum. — Allur þessi nýi vefnaður þótti
sjerlega fallegur og haldgóður.
Næsta vor eða svo mun Gunnar hafa farið að búa í
Keldudal og fluttist því frá Ási, en var áður búinn að
kenna Guðmundi bróður sínum vefnaðinn, en hann var
yngstur þeirra bræöra, og sá eini sem eftir var heima hjá
foreldrum sínuin. Tók hann þá að kenna piltum vefnaðinn,
svo nokkur ár eftir það gengu tveir vefstólar mikið til all-
an veturinn í Ási, enda var Sigurlaugu áhugamál að sem
flestir lærðu vefnaðinn. Voru það líka menn víðsvegar að.
Af þeim, sem Guðm. kendi og lengra voru að, var Páll
nokkur Jónsson úr Vopnafirði, Pjetur Bjarnason frá
Reykhólum, Helgi Jónsson, búfræöingur, frá Hvainmi í
Norðurárdal, Jón Mýrdal — úr Mýrdalnum, Guðm. Krist-
innsson, er fór til Reykjavíkur síðar og Erasmus Gíslason
frá Vatnsenda í Flóa. Var því með þessum piltum dreifð-
ur út hraðskyttuvefnaðurinn frá Ási með sinni núklu
fjölbreytni.
Ekki náði lóskurðarvjelin hylli manna á þeim tíma,
fanst mörgum óviðeigandi að skera lóna af vaðmálum,
bjuggust viö að þau mundu halda ver á eftir; fólk sagði
»að lengi mæddi á lónni«, og spjörin eða vaðmálið væri
hálfslitið, þegar lóin væri farin. — Aftur á móti var
dúkapressan uppáhald fólksins, nálega hver bót, nema til
nærfata var pressuö; mun hafa komið fyrir, ósjaldan, að
ungfrúrnar sprettu sundur þeysunum sínum og pilsunum,
svo það yrði pressað. Það var ekki eingöngu úr Skagafirði
að pressan var notuð, heldur líka úr Húnavatnssýslu. T.
d. sendi hin mikla tókona, Kristín Blöndal á Komsá, á
hverjum vetri klyfjaðan koffortahest með nýjar voðir til
pressunar, og beið maðurinn á meðan.
Með línum þessum hefir nú verið skýrt frá, hvað Sig-
urlaug í Ási og þau hjón hafa lagt til eflingar heimílis-
iðnaöi þessa lands, en þannig var hún og þau hjón bæði