Hlín - 01.01.1928, Síða 97
95
Hlín
á Öllum sviðum fyrirmynd, enda var heimiti þeirra víð-
frægt. Má með sanni segja, að þau hjón væru mörg ár á
undan sinni sarntíð á flestum sviðum til framfara.
Nokkrum sinnum boðaði Sigurlaug konur sveitarinnar
á fund til sín. Voru konufundir ótíðir í þann tíma, líklega
einsdæmi, var þá oftast eitthvert velferðarmálefni í lniga
hennar fyrir þær. — Á einum slíkum fundi voru sam-
þyktar eftirfarandi tillögur:
1. Að venja börn snemma viö starfsemi, einkum hey-
vinnu, frá því þau væru 10 ára ef ástæöur leyfðu.
2. Að láta ekki óþvegna ull í kaupstaðinn á haustin.
3. Að koma vefstólum upp á bæjum, sem ekki ættu þá
áður, og kenna kvenfólki vefnað, fremur en karlmönnum,
svo þeir gætu farið til sjóar eins og fyr var siöur.
4. Að hver kona komi til næsta fundar með eitthvert
það verk, er hún hefði best unnið milli funda, svo aðrar
konur læri það af henni, ef það álíst þess vert.
Á öðrum fundi voru samþyktar þessar tillögur:
1. Að láta kenna öllum börnum aö skrifa og reikiia,
sem til þess væru fær.
2. Að reyna að viðhalda þjóðerni voru eftir megni, sjer-
lega með tilliti til klæðasniðs, og láta ekki börn heita ó-
þjóðlegum nöfnum, síst 2—3.
3. Að koma upp matjurtagörðum á þeim bæjum, sem
þá vanta.
4. Að koma til næsta fundar með reikninga yfir arð af
ýmsum matíöngum, og innanbæjarvinnu.
Af þessum furidum og tillögum, sem flestar hafa að
likindum veriö frá Sigurlaugu, sjest ljóslega, hve ant hún
Ijet sjer um, að góðar og göfugar hugsjónir breiddust út
til blessunar fyrir land og lýð. — Konur sveitarinnar
munu líka hafa farið riijög eftir tillögum hennar. Hún
átti óskifta virðingu þeirra og þakklátsemi, bæði sem fyr-
irmyndarkona og ljósmóðir þeirra, því þann starfa hafði
hún á hendi frá því lnin giítist og nálega til dauðadags,