Hlín - 01.01.1928, Page 98
96
Hltn
vitanlega ólærð. En því láni átti hún að fagna í þeirri
stöðu, að aldrei þurfti að vitja læknis þar sem hún var
viðstödd. — Þegar fátækar konur áttu i hlut, var oft sið-
ur hennar að taka nýfædda barnið heim með sjer, þar tii
sængurkonan var komin á fætur.
Hvern hug hún átti í hjörtum sveitunga sinna, sýnir
kvæöi þaö, er einn þeirra fiutti við. jarðarför hennar að
Ríp 31. júlí 1905, og hjer fer á eftir.
Kunnugur Ásheiniilinu.
Mæli jeg hjer að moldum merkiskonu, skilnaðarorð þau, er
skap niitt býður:
Hjer er þá lagður til hvíldar síðustu,
langþjáður líkami listakonu
húsfrú Sigurlaugar, góðfrægrar, Gunnarsdóttur.
Langt var stríðið, lengi varðist
stálhraustur líkami, sterkum dauða.
Hún var systir blíð hinum sorgmæddu og' þjáðu,
móðir viðkvæm munaðarlausum,
örlyndur gefandi hinna örbirgu.
Enda var færi’ á oft það að sýna,
því lengi hún með láni frábæru
gegndi ljósmóður líknarstarfi.
Lag hún kunni á því að líkna svo,
að þraut vai' ekki að þiggja
hinum þurfandi.
Þá ljek ánægjubros um iwidlit hennar,
sá hjer segir frá,
er sjálfur reyndi.