Hlín - 01.01.1928, Page 99
Hlín
97
Gott var þjer, systir, að ganga til hvíldar,
eftir langan og afkastamikin
lífsdag liðinn til ljóss og sælu.
Meðtak þakkartár á moldir þínar,
fögnuði blandin,
fyrir þína lausn.
Eftirdæmi hjer eigið þjer, systur,
um húsmóðurlega heimilisprýði,
ráðsvinnu, risnu og ríklyndi,
fjelagsanda og framkvæmdarsemi,
listfengi, ljúfmensku
og líkn við auma.
Meira vildi jeg mælt liafa,
mjer er þungt um orð.
Far þú í friði Guðs, jeg finn þig bráðum.
J. J.
Hlutverk kvenfjelaga
eftir Halldóru Bjarnadóttur.
Við lifuni á öld fjelagsskapar og samtaka. »Tekst \>k
tveir vilja«, segir máltækið, og þá má nærri geta að enn
þá betri árangur næst, ef hundruð og jafnvel þúsundir
vinna að því sama. — Reynslan hefur margsýnt þetta og
sannað — og jafnvel fært okkur heim sanninn, íslending-
um, sem vegna strjálbygðar höfum vanist á að einangra
okkur svo mjög.
7