Hlín - 01.01.1928, Síða 100
98
titín
Á þessum síðustu áratugum hefur kvenfólkið tekið sig
til, og vinnur nú með samtökum að ýmsum áhugamálum
sínum. Það er nú varla sá smábær í landinu, að þar sje
ekki kvenfjelag í einhvérri mynd og fjölmargar sveitir eru
líka komnar inn i systrahringinn. (IÞað eru nú rúmlega 100
kvenfjelög á íslandi).* *
Þó vantar enn mikið á að fjelagsskapurinn nái til allra
íslenskra kvenna, og það vantar líka nokkuð á, að fjelög-
in, sem til eru, vinni það gagn, sem Jjau ættu að gera og
gætu gert.
Það mætti spyrja:
1) Þurfum við íslenskar konur að hafa fjelagsskap með
okkur?
2) Að hverju eiguin við að vinna?
Já, við þurfum að starfa saman, konurnar, til að kynn-
ast hver annari, fyrst og fremst, og til að læra hver af ann-
ari. — Við þurfum að læra að vinna saman. Samvinnan
eyðir misskilningi og tortryggni, sem oft vill við brenna,
þegar kynning er lítil. Það færir menn nær hver öðrum að
vinna saman að settu marki og berjast saman við örðug-
leikana — og sigra þá. Fjelagsskapurinn víkkar sjóndeild-
arhringinn og stækkar starfssviðið, knýr fram krafta, sem
fólu sig í þrengslum daglega lífsins. — Fjelagsskapur og
fundahöld kenna manni að taka tillit til skoðana annara
manna,og að beygja sig fyrir sannfærandi rökum. Kennir
fjelögunum að koma djarflega fram og setja skoðanir
sínar fram með stillingu og festu.* *
Góður fjelagsskapur á að fræða menn og þroska. Það
er þroskandi að bera ábyrgð á fundum og samkomum og
* Konur unnu áður, ásamt körlum, að bindindis- og ungmenna-
fjelagsmálum með göðum árangri.
* Fjelagar ættu frá fyrstu tíð að temja sjer öll fundarsköp, og
nota að sjálfsögðu fundabók, bæði fyrir almenna fundi og
stjórnarfundi. .