Hlín - 01.01.1928, Síða 101
09
Hlin
að sigra örðugleikana, sem jafnan mæta manni í öllum
fjelagsskap. Þá reynir á manngildið að gugna ekki, gefast
ekki upp og fyrtast ekki, þó deyfð og skilningsleysi sje
annars vegar. — Ekkert nema brennandi trúin á gott mál-
efni gefur manni djörfung og kraft til að halda áfram, þó
á inóti blási.
Aðalatriðið er þetta, að konurnar í bænum eða sveit-
inni finni og skilji, að þær eru ein heild, ein starfandi líf-
ræn heild, og að þær geta lyft þungum byrðuin, ef þær
eru samtaka.
Fjölda margar konur, einkum í sveituin landsins, hafa
látið í ljós gleði sína, já, fögnuð yfir fjelagsskapnum. Þæy
segja að það sjeu sínar inestu ánægjustundir, er þær
koma saman liver hjá annari til gagns og gamans. —
Margir karlar hafa verið þess mjög fýsandi, að konur
hefðu þessi samtök sín á milli, og hafa sumir unnið að því
með ráðum og dáð. Þökk sje þeim fyrir það.
Þess eru mörg dæmi, að nágrannakonur hafa ekki sjest
árum saman, en fjelagsskapurinn færði þær nær hver ann-
ari. Aðkomukonur sem flytjast inn í sveitina eða kauptún-
ið, einangrast síður, ef fjelag er til, þar sem þær geta kynst
og eignast vini.
Þótt kvenfjelögin hefðu ekkert annað gagn gert, en að
auka kynningu meðal kvenna innbyrðis, og þannig glatt
og hrest þær sjálfar, hefði kvenfjelagsskapurinn haft stór-
mikla þýðingu. En öll kvenfjelög liafa, sem kunnugt er,
sett sjer annað og víðara starfssvið.
Að hverju á að vinna?
Margir munu svara: »Að því að rjetta þeitn hjálparhönd
sem bágt eiga«. — Þetta hafa konurnar líka gert frá alda
öðli, það er í fullu samræmi við eðli þeirra. Þær sáu brátt,
að nreð samvinnu megnuðu þær meira í því efni, en ein-
angraðar, og að þær fátæku gátu hjálpað á þennan hátt
jafnt og þær efnaðri. Það var því mjög skiljanlegt, að
7*