Hlín - 01.01.1928, Page 105
Hlln
103
má taka margt fleira viðvíkjndi uppeldismálum til umræðu
og athugunar. Það er einmitt þar sem skórinn kreppir. —
Það má t. d., ef samtök eru um það, láta drengina vinna
meira að inniverkum á heimilunum en þeir gera nú alment,
bæði til þess að ljetta konum verkin, sem mikil þörf er á,
og drengjanna vegna sjálfra. Jeg hef heyrt niargar konur
harma það, hve lítið gagn þær hefðu af drengjum sínum
i þjettbýli, af því þeir kveinkuðu sjer við að vinna að inni-
verkum, þegar það væri ekki alinenn venja hjá fjelögum
þeirra, en mæðurnar hafa þeirra hinsvegar góð not í fá-
menni á afskektum stöðum. — Ef börnin og unglingarnir
vendust ýmislegri innivinnu: þjónustubrögðum og ræst-
ingu t. d., mætti svo fara, að karlmennirnir okkar yrðu
liprir og vikaliðugir við innistörf, þjónuðu sjer o. s. frv. —•
Sumstaðar eru 3—4, jafnvel 5 karlmenn á bæ, en ein eða
tvær konur að þjóna, matreiða, ræsta og vinna aíla tó-
vinnu. Piltar vinna, víðast hvar ekkert að þessu. — Hjálp-
uðu piltar t. d. til við ræstingu á heimilinu, mundu þeir
gæta sín betur að óhreinka ekki nje færa úr lagi.
Það er við ramman reip að draga í þessu efni, gamlar
rótgrónar venjur og sjervisku. En með lipurð og lægni
mundi mikið mega gera í þessa átt með samtökum. —
Allar menningarþjóðir standa okkur frainar í þessu efni.
Þá cr það margri móðurinni áhyggjuefni, hve örðugt
það er í bæjum og kauptúnum að hemja börn inni við nám
eða innistörf —- af því að samtök eru engin um það að
láta börnin t. d. fara inn á kvöldin á vissum tíma.
Bindist samtökum um það, konur góðar, að láta engin
orðskrípi fá inngöngu á heimili yðar. Tungan er helgidóm-
ur, sem við eigum að varðveita vel. Nóg er á sveimi af
orðskrípum, sem enga heimild eiga í íslenskri tungu, út-
rýmið þeiin og verið vandar að virðingu fyrir heimili yðar
í því efni, eins og nteð munnsöfnuð yfirleitt. —
Haldið í heiðri öllum gömlunt og góðum íslenskum