Hlín - 01.01.1928, Page 106
104
Illín
venjum, svo heimili vor geti verið íslensk í orðsins fylsta
og besta skilningi.
Margt mætti með samtökum laga viðvíkjandi klæðnaði
og mataræði á heimilunum. Það er viðkvæmt mál, en trú-
að gæti jeg því, ef samúð ríkir í fjelaginu, að ekki liði á
löngu, áður samþykt yrði gerð um ýmislegt, sem betur
mætti fara í því efni. minka t. d. sætabrauðsveitingar með
kaffi. Gefa ferðamönnum heldur mat, sem verið er að fara
með eða smurt brauð með kaffinu í stáö sætabrauðsins.
Sætabrauð, etið til saðnings, er óholt og dýrt, og það
gengur óhæfilega langur tími í að búa það til.
Kaffiausturinn í gest og gangandi, sjerstaklega á sunnu-
dögum til sveita, er að verða hálfgerð landplága.
Um klæðnaðinn er það að segja, að það ætti að vera
okkur metnaðarmál, að heimilisfólkið væri sem mest klætt
í heimágerð klæði. Unglingarnir láta sjer það vel líka, ef
fjelagar þeirra gera það sama. — Litla fermingarstúlkan
gat ekki fengið af sér að vera í fallegu, hvítu ullarsokkun-
um, sem hún hafði sjálf tætt og prjónað, af því að stöllur
hennar voru allar í silkisokkum á fermingardaginn. Hefðu
samtök verið um það, að litlu stúlkurnar byggju sjer sjálf-
ar til fermingarfötin, eins og siður var fyr á tímum, hefði
þarna Romið fram heilbrigður metnaður um að gera sem
best.
Mestalt það fje, sem gengur til fæðis og klæðis í land-
inu, fer í gegnum hendur kvenna. Það er mikið fje og mik-
ils um vert að því sje vel varið. — Því má ekki heimsku-
legur metnaður eða tískutildur rugla hugmyndir okkar. —
Með samtökuin vinnum við að því að verða sjálfstæðar í
skoðunum og athöfnum, í þessum efnum sem öðrum. Lofa
heilbrigðri skynsemi að njóta sín.
Það væri ekki vanþörf á að taka það til umræðu á fund-
um kvenfjelaganna, hvað gera mætti með samtökum til að
efla og viðhalda góðu heilsufari á heimilunum. Að koma í
veg fyrir veikindi, er meira um vert, en að lækna þau,