Hlín - 01.01.1928, Síða 107
Hlin
! 05
þegar þau eru komin. Konurnar, sem njóta nrjög lítið úti-
verunnar í blessaða, hreina, íslenska loftinu, ættu að
strengja þess heit að taka sjer stundum smáskemtigöngur,
vetur jafnt sem sumar, til hressingar, bregða sjer út með
börnunum til leika á vetrum á sleða, skauta eða skíði. Oti-
veran hressir mann svo og fjörgar, að daglegu störfin
mundu ekki bíða neinn skaða við ferðalagið. Hitt mun
sanni nær, að tiltektasemi náungans, bæði í sveitiun og
smábæjum, dregur úr konum að hressa sig upp með dálít-
ilii útiveru daglega. Með samtökum má eyða þeirri firru.
»Hjúin gera garðinn frægan«, segir gamalt máltæki.
Öllum ber saman um það, að eitt hið mesta vandamál ís-
lensku heimilanna nú á tímum sje það, hvernig þau geti
fengið þann vinnukraft sem þau þurfa. Því máli geta kven-
fjelögin ekki gengið fram hjá, ef þau vilja vinna að endur-
bótum heimilanna. Jeg hef þá trú, að konurnar geti með
góðum vilja og sainvinnu fundið nokkur bjargráð í því
efni.
Það þarf ekki að taka það fram, að alt það sein gerir
heimilin meir aðlaðandi, bæði beinlínis og óbeinlínis,
dregur fólkið ósjálfrátt að sjer. Einstaka heimili vantar
aldrei fólk, skrítið er það.
Þótt kvenfjelögin geti með miklum tilkostnaði og imi-
stangi hrundið ýmsum þörfum málum í framkvæmd, þá
er hitt þó rnest um vert, að kippa ýmsu í lag á heimilunum,
gera alt sem hægt er til þess að þau verði sem best.
Kvenfjelögin þurfa ennfremur að hafa vakandi auga á
öliu því sem betur má fara í sveitar- eða bæjarfjelaginu,
sjerstaklega í uppeldis- og fræðslumálum, fátækra- og
safnaðarmálum og láta sig það nokkru skifta, þar má hlut-
ast til um ýmislegt og kippa í lag, ef ráð er í tíma tekið,
þótt ekki kosti það mikil frjárframlög. Ef fjelögin koma
þannig á ýmsan hátt fram til góðs, fara stjórnarvöld sveita