Hlín - 01.01.1928, Side 108
106
Htin
og bæja að veita unisögn þeirra athygli, taka vel ráðlegg-
ingum þeirra og tillögum, leita hjá þeim ráða og aðstoðar.
Og fjelögin fá á hinn bóginn góða áheyrn hjá nefndum og
stjórnarvöldum, er þau leita aðstoðar fyrir sín áhugamál.
Þá er hinn rjetti rekspölur kominn á.
Ef fjelagið er í sambandi eða samvinnu við önnur fje-
lög, ber því skylda til að vera þar góður liðsmaður. Senda
skýrslur sínar og gjöld á rjettum tíma, ræða hin ýmsu
mál, ?em fyrir liggja til umsagnar, 'leggja aðalfundunum
lið með því að brjóta upp á verkefnum og senda fulltrúa,
ef inögulegt er. Því eins og allir, eða sem flestir, fjelagar
þurfa og eiga að taka raunverulegan þátt í fjelagsskapn-
um, svo stjórnin þurfi ekki að bera allar byrðar, þannig
þurfa fjelagsdeildirnar að vera lifandi meðlimir í sam-
bandinu. Það er þreytandi fyrir stjórnirnár — fáeinar á-
hugasamar konur — að berjast við deyfð fjelaganna og
fjörlausa fundi.
Fjelagskonur þurfa sem flestar að taka þátt í umræðum
á fundunum, en venja sig á að fylgja fundarsköpum, láta
ckki toga út úr sjer hvert orð, en leysa svo frá skjóðunni
og finna margt að, þegar út er komið. Það eru ekki góðir
fjelagar sem svo haga sjer. — Allir fjelagsinenn þurfa að
fáka þátt í störfunum og stjórnin þarf að vera lagin á að
fá sem flestum konuin starf í hendur. Það er margreynt,
að því aðeins kunna konurnar vel við sig í fjelagsskapn-
um að þær hafi þar eitthvað að gera. Besta ráðið er að
hafa nefndir innan fjelagsins, sem hver um sig hefur sitt
verk að vinna, en varpa ekki öllum sínum áhyggjum á
stjórnina. Menn kannast við skemti- og afmælisnefndir,
tombólu- og kaffinefndir. En það inætti engu síður fela
sjerstökum konum innan fjelagsins að hafa auga á og
koma með tillögur í fræðslu- og uppeldismálum, heilbrigð-
is-, safnaðar- eða fátækramálum. En athugandi er að
haga fjelagsskapnum þannig, að ekki gangi óhæfilega
niikill tími eða orka frá heiniilunum til starfsins t. d. í