Hlín - 01.01.1928, Side 110
108
Hlín
hlynna að kirkjunum, af því þess hefur verið sjerstök þörf.
Og trúað gæti jeg því, að upp af þvi starfi spretti aukin
kirkjurækni, og að konur eigi jafnan þaðan í frá full-
trúa í safnaðarnefnd.
Önnur fjelög taka börnin sjerstaklega að sjer. Nokkur
fjelög í bæjunum hafa t. d. gengist fyrir því að koma
börnum, sem þess hafa þurft, fyrir á góðum sveitaheimil-
um, þar sem þau hafa notið ástríkis húsbændanna og
ferðin haft þýðingu fyrir alt þeirra líf. Trúað gæti jeg því,
að afskifti kvenfjelaganna af uppeldis- og fræðslumálum
yrðu til þess, að bæta skólana í bænum eða sveitinni og
gerðu það að verkum, að konur ættu jafnan sæti í fræðslu-
eða skólanefnd eins og !íka ætti að vera.*
Eitt hið þarfasta mál, sem kvenfjelögin íslensku hafa á
seinni árum unnið að, er að sjá sveitum og kauptúnum fyr-
ir umferðarkennurum í ýmsum Verklegum fræðum. Bæði
búnaðarfjelög og ungmennafjelög hafa unnið að þessu
líka, oft öll fjelögin i sameiningu. Það er eins og á að vera.
Kostnaðurinn verður þá lítill á hvern. En kvenfjelögin eiga
að sjálfsögðu að bera aðalábyrgðina á pessari fræðslu,
því fiest hafa námsskeiðin verið þeim ætluð og kennararn-
ir oftast verið konitr. Námsskeiðin hafa víðá ekki orðið
að þeint notum, sem hefði mátt og átt að vera vegna þess
að undirbúningur var lítill eða engin. Stundum hafa að-
eins fáir vitað unt námsskeiðin og aðbúnaður kennaranna
alls ekki verið boðlegur. Þetta yrði alt annað, ef konurnar
hefðu hönd í bagga með. Af þeiin ástæðum, þó ekki væru
aðrar, eru kvenfjelög bráðnauðsynleg í hverjum hreppi,
því umferðarkennararnir fjölga með ári hvcrju. Enn sem
* Nokkur kvenfjelög í kauptúnum hjer á landi hafa haft sam-
tök um það að ræsta bæinn einn góðan veðurdag að vorinu,
þegar- húsræstingum er lokið. Fjelagskonur hafa hlotið þann
orðstír að launum, að þeirra bæir sjeu hreinlegri en önnur
þorp á fslandi. Hefur það verið þeim ærin umbun.