Hlín - 01.01.1928, Page 111
Hlin
109
komið er, eru yfirferðarsvæði þeirra mikils til of stór, t. d.
í garðyrkjunni, en þess verður eflaust ekki langt að bíða,
að hver hreppur vill hafa sína starfskonu út af fyrir sig,
helst árlangt, konu er gæti leiðbeint um matreiðslu, vefn-
aö, saumaskap eða bókband á vetrum og garðyrkju á
sumrum. Það yrði lang ódýrast og haganlegast.
Nágrannafjelögin geta skiftst á um kennara, ef það
þykir hentugra vegna námsgreinanna. — Kvenfjelögin
ættu að ieggja áherslu á að ná í þessa starfsmenn og vinna
þar með búnaðar- og ungmennafjelögum. Þetta er ódýr og
hentug fræðsla í okkar strjálbygða landi. Húsfreyjurnar
njóta góðs af fræðslunni, það er þeim til gagns og ánægju,
unglingarnir una fremur heima við, þegar góð verkleg
fræðsla fæst í sveitinni eða kauptúninu.
Kennararnir þurfa að vera vel hæfar, þroskaðar stúlkur,
sem hafa notið twllrar innlendrar mentunar. — Það er ekki
fátítt, að fjelögin styrki efnilegar stúlkur til náms í því
skyni að fá þær fyrir umferðarkennara á eftir. Það fer vel
á því. Kennarinn þarf að eiga gott heimili að að hverfa til
hressingar og hvíldar, þegar verður á milli fyrir honum, því
umferðarkensla þessi er mjög erfitt starf. Þar ætti hann að
hafa garðyrkjumiðstöð, er hann gæti miðlað úr o. s. frv.
Auk þessara umferðarkennara, sem á seinni árum hafa
starfað til og frá í kvenfjelögunum, eiga fjelögin aðra
starfsmenn, sem þeim hefur ekki þótt minna um vert. Það
eru hjúkrunarkonurnar, eða sjúkrasysturnar, sem mætti
nefna þær, til aðgreiningar frá útlærðum hjúkrunarkonuiu
— Nokkur fjelög, sjerstaklega á Norðurlandi, hafa sjúkra-
systur, sem þau hafa sjálf valið sjer og oft kostað til náms.
Láta allir hlutaðeigendur hið besta af störfum þessara
kvenna og vilja með engu móti missa þær. — Þessar
sjúkrasystui’ þurfa að fá mentun við sitt hæfi, t. d. á 10
—12 mán. námsskeiðum. Þá mun það sannast, að flestir
hi’eppar vildu ráða tilsínþessaheilbrigðisverði,ermundu
vinna líkt verk á heimilunum og ljósmæðurnar, sem þrátt