Hlín - 01.01.1928, Síða 112
fyrir litla mentun, lítil laun og erfiða aðstöðu liafa leyst
hið þýðingarmesta starf af hendi. Ljósmæðrunum mun
mega þakka það einna mest, að ungbarnadauði er nú minni
hjer á landi en í flestum, ef ekki öllum öðrum Norðurálfu-
löndum.
\
Af línum þessum má það vera lýðuin ljóst, að kvenfje-
lögin islensku hafa unniö margt til gagns fyrir þjóðfjelagið,
enda njóta þau almennrar hylli og virðingar.
Það er ósk vor og von, að kvenfjelögin megi eflast og
þroskast í öllu góðu á komandi árum og verða þjóö vorri
til sannrar blessunar.
Halldóra Bjarnadóttir.
Húsmæðrafræðsla.
Á Búnaðarþinginu 1927 flutti frú Ragnhildur Pjet-
ursdóttir, Háteigi, Reykjavík, erindi um Húsmæðra-
fræðslu, og ljet þess um leið getið, að hún treysti Bún-
aðarfjelagi íslands til að taka málið að sjer og leiða
það til farsællegra lykta, það stæði því næst margra
hluta vegna. — Búnaðarþingið samþykti að kjósa
nefnd í málið, og B. í. tilnefndi í nefndina: frú Guð-
rúnu J. Briem, frú Ragnhildi Pjetursdóttur og búnað-
armálastjóra Sigurð Sigurðsson. — Þessi nefnd hefur
á sl. vetri haft með sjer marga fundi, leitað upplýsinga
um starfið fyr og nú hjer á landi og um starf og stefn-
ur í nágrannalöndunum, er þar hinn mesti fróðleikur
saman kominn, sem nefndin hefur þegar að nokkru
leyti unnið úr. Nefndin mun leggja álit sitt fyrir Bún
aðarþingið í vetur og fylgja því fast fram að ákveðið
skipulag komist á þessa fræðslu hjer á landi. — Einn
nefndarmanna, Ragnhildur Pjetursdóttir, hefur á sl.
sumri ferðast víða um Norðurlönd í því skyni að kynna
sjer húsmæðrafræðslu: bæði skóla og umferðarkenslu.
Það er ástæða til að gera sjer hinar bestu vonir um