Hlín - 01.01.1928, Síða 113
Hlin
111
starf hinna áhugasömu manna, sem að þessu vinna,
bæði þessarar nefndar og þeirrar, sem Landsfundur-
inn kaus 1926 (álit hennar birtist í fundargerð S. N.
K. hjer að framan), enda er brýn þörf á að finna skipu-
lag, sem hæfir okkar landi og okkar staðháttum, á þjóð-
legum grundvelli þarf þessi fræðsla að byggjast eins
og hver önnur. — Kvenfjelögin ættu að ræða þetta má!
og senda nefndunum tillögur sínar heldur fyr en síðar.
Sveiggræðsla.
í garðinum hér við húsið vex reyniviður, sem er orð-
inn tvær eða þrjár mannhæðir á hæð. Frá rótum hans
koma árlega margir nýgræðingar, sem verður að skera
burt. Jeg sje svo mikið eftir þessum inndælu ungvið-
um, að jeg á bágt með að skera þá frá og kasta þeim
burt. Jeg hef því gert margar tilraunir með að sveig-
græða þá, og hefur hepnast það vonum fremur. Jeg
hef nú alið upp sex ungviði á þennan hátt, sem orðin
eru sjálfstæð trje, frá 50 til 140 cm. há, 2. til 5 ára
gömul.
Um sveiggræðslu má lesa í garðyrkju- og skógrækt,-
arritum, og ætla jek ekki að fara að kenna neitt slíkt
með þessum línum, til þess brestur mig alla mentun.
En af því að skeð getur að einhver af lesendum Hlín-
ar hafi gaman af því, set jeg hjer örfá orð um aðferð
mína og reynslu í þessu efni.
Jeg beygi snemma að sumri unga grein, helst á
fyrsta eða öðru ári, þannig að miðja hennar komi nið-
ur í mold, helst ekki grynnra en 10 cm. Toppurinn
verður að standa upp úr svo beinn sem auðið er. Sveig-
urinn er svo hulinn mold, og gott að leggja stein ofan
á, svo greinin haggist síður. Hinn endi sprotans er nú
sem áður fastur við trjeð eða rótina, og heldur hann
því áfram að fá næringu sína þaðan, og vex því vana-