Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 115
Hlín
113
Erindi
flutt á skemtisamlíomu kvenfélagsins í Lóni í Austur-
Skaftafellssýslu, sumarið 1927 af önnu Hlöðvisdóttur.
Hvernig var lesið áður og hvernig er lesið nú?
Það blandast engum hugur um, að fleiri bækur eru
lesnar nú en áður. — Það er gefið út ógrynni af bók-
um og blöðum, og margt slæðist þar með af misjöfnu,
en margt er gott og fræðandi, og margir lesa einungis
það, sem auðgar andann, þó ofmargir lesi einnig hið
gagnstæða. — En það er ekki nóg að lesa fyrir sjálf-
an sig. Á sveitahæjum er ofmikið að leggjast niður, að
einn lesi fyrir alla á hinum löngu vetrarkvöldum. Þann
gamfla og góða sið megum við þó ekki leggja niður. Jeg
hef margan vetrardaginn hlakkað til kvöldsins, þegar
allir voru sestir við vinnu sína og unglingarnir skift-
ust á unií að lesa sögur eða eitthvað annað skemtilegt.
Við getum sjálfsagt mörg tekið undir með skáldinu:
>Vetrar löngu -vökurnar
voru öngum þungbærar.
Við ljóðasöng og sögurnar
söfnuðust föngin unaðar«.
0. Swett Marden segir, að áhrifameira sje að tala
upphátt við sjálfan sig, en að hugsa, og þá er einnig
ennþá áhrifameira að lesa upphátt, en með sjálfum
sjer, og gefa þannig öðrum hlutdeild í þeim fróðleik
og þeirri ánægju, sem menn sjálfir njóta. Sá lestur ber
margfaldan ávöxt. — Sönn eru orð skáldsins okkar góða:
»Nei, gef þú, gef þú, — gulli andans strá
á götur fjöldans, því er skírt þú liefur.
8